12. janúar. 2005 01:03
Í Skessuhorni sen kemur út í dag auglýsir Norðurál eftir fólki til starfa við verksmiðjuna í störf sem eru að verða til vegna stækkunar hennar. Alls munu 150 störf bætast við og verður ráðið í um helming þeirra nú í mars en seinni hlutann í desember á þessu ári. Þau störf sem um ræðir og eru auglýst nú eru fyrir ófaglærða í ker- og steypuskála og eru sögð henta jafnt báðum kynjum. Störf fyrir iðnaðar- og tæknimenntaða starfsmenn verða auglýst síðar. Í auglýsingunni kemur jafnframt fram að æskilegt sé að umsækjendur séu búsettir á Vesturlandi, en nú er um 85% starfsmanna búsettir í landshlutanum.