Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2014 01:45

Landsmót Samfés haldið á Akranesi um helgina

Allt að þrjú hundruð ungmenni á aldrinum 13 til 15 ára víðsvegar af landinu munu, ásamt tæplega hundrað starfsmönnum félagsmiðstöðva, heimsækja Akranes um komandi helgina þar sem árlegt Landsmót Samfés verður nú haldið. Félagsmiðstöðin Arnardalur verður gestgjafi og hafa starfsmenn Arnardals skipulagt þétta dagskrá um helgina. Á föstudaginn verður mótið sett og nýtt ungmennaráð Samfés kosið þar sem hvert félagsmiðstöðvakjördæmi velur sinn fulltrúa í ráðinu. Á laugardaginn munu ungmennin fara í svokallaðar smiðjur. Alls verða um 30 smiðjur í boði þar sem unglingarnir geta kynnst starfsemi Björgunarfélags Akraness, farið í hópefli eða í tónlistarsmiðju svo dæmi séu tekin. Hátíðardagskrá verður svo á laugardagskvöldinu þar sem snæddur verður kvöldmatur í íþróttarhúsinu við Vesturgötu áður en haldið verður heljarinnar ball í sal FVA. Mótinu lýkur svo á hádegi á sunnudaginn.

 

 

 

Að sögn Lúðvíks Gunnarssonar, forstöðumanns Arnardals hefur undirbúningur gengið vel. „Við tókum dálítið óvænt við þessu verkefni þar sem upphaflega átti önnur félagsmiðstöð að vera gestgjafi í ár. Það hefur mikill vinna farið í undirbúning en allt hefur gengið mjög vel. Við höfum fengið mikla aðstoð frá skólunum og fleiri aðilum í bænum. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að upplifa hversu margir voru tilbúnir að leggja okkur lið við að gera mótið sem glæsilegast,“ segir Lúðvík í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is