Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2014 06:01

Líflegt upphaf vetrardagskrár í Snorrastofu

Fyrsti liður vetrardagskrár Snorrastofu, minningarfyrirlestur Torfa H. Tulinius á dánardegi Snorra Sturlusonar, er þegar um garð genginn eins og fram hefur komið og nú styttist óðum í tvo næstu viðburði stofnunarinnar. Hinn fyrri er námskeiðið, Ris og hnig í hamingja Snorra Sturlusonar, sem hefst mánudaginn 6. október. Það eru Snorrastofa, Landnámssetrið í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi sem standa saman að því. Efni kvöldsins verður „Uppruni Snorra og æska“ og er það Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum sem leiðir öll kvöld vetrarins, sex talsins. Eins og undanfarna vetur verða námskeiðskvöldin haldin til skiptis í Landnámssetrinu í Borgarnesi og Snorrastofu í Reykholti. Fyrsta kvöldið verður í Landnámssetrinu og hefst kl. 20. Skráning fer fram hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og hægt er að skrá sig á stök kvöld í vetur með litlum fyrirvara, en það er nýbreytni. 

Kátt á Hvítárbakka

Þriðjudagskvöldið 7. október kl. 20:30 væntir Snorrastofa góðrar heimsóknar Jakobs Frímanns Magnússonar framkvæmdastjóra Miðborgar Reykjavíkur, sem heldur fyrirlestur í Bókhlöðunni, sem hann nefnir, Kátt var á Hvítárbakka. Jakob er sonarsonur hjónanna Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gilsbakka og Guðmundar Jónssonar hreppstjóra og oddvita á Hvítárbakka sem lést þegar Jakob var barnungur. Ragnheiður lést árið 1981. Hann rifjar upp dvöl sína hjá afa og ömmu, skrautlegt mannlíf á fjölmennu Hvítárbakkabýlinu sem Jón föðurbróðir hans tók við og segir frá heimilislífi og búskaparháttum. Litríkir sveitungar úr Bæjarsveit koma við sögu. Organsláttir í Hvítárbakkastofu, töðugjöld og hlöðuböll, fóðurblanda, hrossarækt, sæðingar, bílífi og biblíulestur er meðal þess sem tæpt verður á í myndskreyttu erindi sem blandað verður kveðskap og söng við alþýðuskap.

 

Fyrirlestrar úr héraði

Fyrirlestur Jakobs Frímanns er hluti af fyrirlestraröðinni, Fyrirlestrar í héraði, sem Snorrastofa býður til að meðaltali einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og að honum loknum verða kaffiveitingar og umræður. Aðgangseyrir er 500 krónur. Jakob Frímann hefur um árabil sinnt störfum á akri tónlistarinnar en jafnframt verið f framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar síðan 2009. Jakob „stuðmaður“ var stofnandi Græna hersins 1998, framkvæmdastjóri Umhverfisvina 1999, framleiðandi fjölmargra kvikmynda, sjónvarps- og útvarpsþátta, útgefandi fjölda hljómplatna heima og erlendis og sem formaður FTT, Félags tónskálda og textahöfunda og STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar frá 2006. Eftir hann liggur mikill fjöldi greina og ritsmíða um samfélagsmál, menningarmál, umhverfismál o.fl. Ævisaga hans var rituð árið 2011 af Þórunni Erlu Valdimarsdóttur og kom út hjá Forlaginu sama ár.

Í frændgarðinum að Hvítárbakka fékk Jakob að dvelja við leik og störf mörg sumur. Þar komst hann m.a. í lífsháska oftar en einu sinni, eignaðist vísi að bústofni og lagði á ráðin með að gerast bóndi. Eftir að hafa dvalið sumarlangt í Danmörku, Skotlandi og Þýskalandi og numið jafnhliða tungumál og búskaparhætti ákvað hann um tvítugt að gerast geisladiskabóndi á samyrkjubúi Stuðmanna sem enn í dag er við lýði.

 

Viðburðaská gefin út

Yfirlit viðburða Snorrastofu á komandi vetri er birt í skrá þeirri, sem Snorrastofa gefur út um þessar mundir og dreift verður á öll heimili í héraðinu. Hún verður einnig aðgengileg á vef Snorrastofu www.snorrastofa.is og auk þess eru viðburðir jafnóðum auglýstir í Skessuhorni, í fjölpósti stofnunarinnar og með dreifildum um héraðið. Viðburðaskráin gefur fyrirheit um ríkulega ávexti þess afls, sem býr með þeim fjölmörgu, sem leggja fram hugðarefni sín og viðfangsefni í Snorrastofu og auðgar þar með mannlíf og menningu í Borgarfjarðarhéraði.

 

(fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is