Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2014 12:54

Síminn býður nú 4G tengingu á Akranesi

Síminn kynnir nú að 4G netsamband er komið upp á Akranesi. Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið í bænum til muna, þar sem hraðinn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niðurhal kvikmynda á mettíma. „Viðskiptavinir finna mun á 4G tækninni frá 3G þar sem svartíminn er styttri, upplifun af tækninni sjálfri er betri og rauntímaþjónusta; eins og tölvuleikjaspilun, virkar enn betur,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans í samtali við Skessuhorn. Hún segir ljóst að sífellt fleiri landsmenn eru tilbúnir fyrir 4G tæknina. „Við sjáum að 4G snjalltækjum hefur fjölgað hratt í höndum landsmanna. Í ársbyrjun 2013 voru aðeins 2% viðskiptavina með slík tæki en er nú tæplega fimmtungur. Þá styðja nú sex af hverjum tíu seldum símtækjum í verslunum 4G tæknina. Síminn hefur byggt upp í takti við þessa þróun og er kominn með þessa fjórðu kynslóð farsímasenda í alla landshluta,“ segir hún.

 

 

 

Frá því í vor hafa 4G sendar verið settir upp víða um land hjá Símanum, svo sem á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi, Keflavík, Stykkishólmi, Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Þá hefur netið verið þétt á höfuðborgarsvæðinu og sett upp í ýmsum sumarbústaðarlöndum, svo sem í Hvalfirði. „4G kerfi Símans vex með hverjum deginum sem líður og erum við afar ánægð með að geta nú boðið þjónustuna á Akranesi,“ segir Gunnhildur Arna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is