Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2014 06:01

Reykhólahreppur mun taka við Flateyjarhöfn

Stækkun og viðhald á smábátahöfninni í Flatey er orðið aðkallandi að sögn kunnugra. Aðsóknin út í eyjuna eykst með ári hverju og hefur smábátum við bryggjuna einnig farið fjölgandi. Ráðist var í hönnun mannvirkisins fyrir nokkrum árum en ekki fékkst fjárveiting til að klára þá vinnu. Flateyjarhöfn hefur verið svokölluð ferjubryggja undanfarin ár og því hefur hún verið í umsjón Vegagerðarinnar. Nú stendur til að því verði breytt. Höfnin er í landi Reykhólahrepps og til stendur að sveitarfélagið taki við henni. Að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra Reykhólahrepps er málið í vinnslu. „Við erum að taka við höfninni í samvinnu við Vegagerðina. Það þarf að gera nýja hafnarsamþykkt þar sem þess er gætt að svæðið nái bæði utan um hafnarsvæðið sjálft og litlu smábátahöfnina líka. Það er til gömul samþykkt frá árinu 1947 en hún er orðin úrelt,“ segir Ingibjörg Birna í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Hún segir að Vegagerðinni hafi verið send fyrirspurn varðandi hvernig þeir hugsi sér að höfnin flytjist til sveitarfélagsins á sem bestan hátt. „Til að hægt sé að fara í framkvæmdir á höfninni þarf að vera hægt að sækja um styrk í Hafnabótasjóð. Úr honum nýta sveitarfélögin peninga til að viðhalda hafnamannvirkjum og fara í framkvæmdir á þeim. En til að hægt sé að sækja um styrk þaðan verður höfnin að tilheyra sveitarfélaginu.“ Næstu skref eru því þau að Reykhólahreppur taki við höfninni og hún verði ekki lengur ferjuhöfn á vegum Vegagerðarinnar. Þá sé hægt að fara í skipulagsvinnu svo að hægt verði að sækja um styrki til framkvæmda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is