Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2014 06:01

Undirbúningur á lokastigi fyrir sólarkísilverksmiðjuna

Theresa Jester forstjóri Silicor Materials var stödd á landinu fyrir helgina þar sem hún m.a. gekk frá fjárfestingarsamningi við íslenska ríkið. Við það tækifæri sagði hún að undirbúningur fyrir byggingu sólarkísilverksmiðjunnar væri á lokastigi, þar með fjármögnun framkvæmda, en í þeim er samið við Arionbanka og þýskan banka að auki. Forstjórinn segir að orkumálin séu í höfn með samkomulagi við Landsvirkjun og Orku náttúrunnar. Þá er eins og greint var frá í síðasta blaði Skessuhorns gert ráð fyrir að skipulagsmálin verði komin í höfn í síðasta lagi í nóvembermánuði. Það er í það minnsta mat Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna sem á landið við Katanes þar sem áformað er að sólarkísilverksmiðjan rísi.

 

 

 

Forstjóri Silicor Materials telur að engar stórar hindranir séu nú í veginum fyrir því að verksmiðjan verði reist. Orkuþörfin er 85 megavött og sú orka er  tryggð og fjármögnun á lokastigi. Framkvæmdir gætu hafist á næstum mánuðum. Stefnt sé að því að framleiðslan hefjist um mitt ár 2016 og full framleiðslugeta orðin staðreynd ári síðar. Theresa Jester segir að allt sem framleitt verði í verksmiðjunni sé nýtt og engin spilliefni verði til við framleiðsluna. Hún vísar á bug þeirri gagnrýni að starfsemi verksmiðjunnar verði mengandi. Bygging sólarkísilverksmiðju Silicor Materials er áætluð kosta 90 milljarða króna og að starfsmenn verði rúmlega 400 þegar verksmiðjan verður komin í fulla starfsemi um mitt ár 2017.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is