Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2014 02:01

Soroptimistaklúbbur Snæfellsness kemur fyrir sögutengdum bekkjum

Um miðjan síðasta mánuð vígði Soroptimistaklúbbur Snæfellsness bekk sem settur var niður í fallegu umhverfi við göngustíg nærri félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Bekkur þessi segir sögu sundkennslu í þorpinu: „Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík var stofnað 14. október 1928. Ottó Árnason, þá næstum tvítugur að aldri, var einn af stofnfélögum og fyrsti ritari hins nýja félags. Hann sá þörfina fyrir sundkennslu í Ólafsvík og lagði til að gerð yrði stífla í Hvalsána sem er skammt innan við Þorpið. Með styrk úr ríkissjóði, sveitarsjóði og sýslusjóði, ásamt sjálfboðaliðastarfi félaganna, varð þessi hugmynd hans að veruleika. Steyptur var veggur þvert yfir ána og árið 1930 fór fyrsta sundkennslan fram og var Ottó fyrsti sundkennarinn. Þetta framtak þótti mikið framfaraspor í byggðarlaginu.“

 

 

 

„Við klúbbsystur viljum þakka starfsfólki Snæfellsbæjar, TS vélaleigu og fleirum sem komu að því að gera þetta svæði aðgengilegt og fallegt. Anton Gísli Ingólfsson fær bestu þakkir fyrir að smíða bekkinn og vera okkur innan handa með ýmis verk. Einnig þökkum við Ævari Sveinssyni, Sigurlaugu Konráðsdóttur, Smára Björnssyni, Valgerði Kristmannsdóttur og Ástu Dóru Valgeirsdóttur fyrir þeirra framlag. Við hvetjum bæjarbúa til að fá sér sæti og bjóðum upp á sögustund,“ segir í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbi Snæfellsbæjar.

 

Nú hefur klúbburinn látið koma fyrir fjórum bekkjum í Snæfellsbæ, sem allir segja sögu sem tengist þeim stað sem valinn hefur verið fyrir þá. Einn bekkurinn er í Tröð á Hellissandi ásamt sögu af sjókonum á áraskipum. Á Arnarstapa er bekkur nærri styttunni af Bárði Snæfellsás og þar verður saga um Helgu Bárðardóttur. Loks er við Lýsuhólslaug bekkur sem verður með sögu baðstaðarins frá landnámi og upplýsingum um heita ölkelduvatnið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is