Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2014 10:01

Northern Wave í Grundarfirði haldin í sjöunda skipti

Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda skipti í Grundarfirði helgina 17. til 19. október næstkomandi. Á hátíðinni verða sýndar 60 stuttmyndir í þremur flokkum. Þrettán myndir verða sýndar í flokki íslenskra stuttmynda en það er gjarnan vinsælasti flokkur hátíðarinnar. Þá verða 34 myndir sýndar í flokki erlendra stuttmynda og koma þær víða af en flestar frá Evrópu. Þrettán tónlistarmyndbönd verða einnig sýnd á hátíðinni og koma þau ýmist frá innlendu eða erlendu kvikmyndagerðafólki. Hátíðin er opin öllum og munu sýningar á stuttmyndunum fara fram í Samkomuhúsinu í Grundarfirði en tónlistarmyndböndin verða sýnd á föstudagskvöldinu á Kaffi Rúben. Þó megin tilgangur hátíðarinnar sé að sýna áhorfendum nýtt efni úr heimi stuttmyndagerðar er einnig dómnefnd sem sker um hvaða myndir þykja bestar í sínum flokki. Dómnefndin skipar þrjá einstaklinga sem hafa víðtaka þekkingu á gerð stuttmynda. Athygli er vakin á því að í ár er dómnefndin eingöngu skipuð konum. Þær eru Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi og Isabelle Fauvel en hún er franskur kvikmyndasérfræðingur sem vinnur við að leita að nýju hæfileikafólki í kvikmyndagerð.

 

Það er Grundfirðingurinn og leikstjórinn Dögg Mósesdóttir sem fyrst stakk upp á að halda Nortern Wave og hefur hún stýrt hátíðinni frá upphafi hennar árið 2008.  

 

Rætt er við Dögg í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is