12. janúar. 2005 12:22
Samtals kusu 209 manns í könnun vikunnar á Skessuhornsvefnum, en spurt var: "Hvernig fannst þér skaupið?"
51,7% sögðu það hafa verið frábært, 33% svöruðu nokkuð gott, 8,6% sæmilegt en einungis 3,8% sögðust hafa fundið það lélegt. Einungis 2,9% Vestlendinga og lesenda vefjarins sögðust ekki hafa séð áramótaskaup Sjónvarpsins. Sannarlega rós í hnappagat Sigurðar Sigurjónssonar, leikstjóra og spaugara.
Í þessari viku eru lesendur spurðir hvort þeir ætla á þorrablóð?