Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2014 06:01

Bleikur októbermánuður hafinn

Sala á Bleiku slaufunni hófst formlega á Akranesi sl. miðvikudag þegar Ólöf Inga Birgisdóttir, formaður Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis, afhenti Arndísi Höllu Jóhannesdóttur fyrstu næluna og nældi henni í barm hennar, en Arndís Halla berst nú við brjóstakrabbamein í annað sinn. Líkt og flestum er kunnugt er Bleika slaufan tákn Krabbameinsfélagsins í árvekni- og fjáröflunarátaki gegn krabbameini hjá konum. Athöfnin fór fram í matsal Endurhæfingarhússins Hver sem er í gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu 57. Var í leiðinni tilkynnt að Gamla Kaupfélagið og Landsbankahúsið yrðu sveipuð bleiku ljósi nú í október í tilefni átaksins. Þá mun Gamla Kaupfélagið einnig gefa 15% af andvirði alls selds salats í októbermánuði til Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis og verður konukvöld haldið á sama stað 17. október næstkomandi. Stefán Bogi Stefánsson, hönnuður og gull- og silfursmiður, hannaði Bleiku slaufuna í ár. Hann vann hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélagi Íslands í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar og lýsir hann formi hennar þannig: Hringformið er eilíft, rofnar aldrei. Slaufan kostar 2000 kr. og rennur allt söluandvirði til Krabbameinsfélags Íslands til rannsókna á krabbameini í konum. Hægt er að kaupa slaufuna um land allt.

Ungar konur hvattar til að mæta í leit

Að sögn Ólafar Ingu er Bleika slaufan hönnuð á hverju ári til að vekja athygli á krabbameini í konum og er hún nú framleidd og seld í fimmtánda sinn. „Í ár er líka lögð áhersla á að fá fleiri konur til að mæta reglulega til leitar að leghálskrabbameini en ungar konur hafa í miklum mæli ekki verið að skila sér í leitina. Með því að mæta í leit er hægt að bjarga tuttugu konum.“ Ólöf Inga bendir á að nú sé krabbameinsleit ekki í boði á Akranesi og því sé mikilvægt að hvetja konur til að mæta á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. „Það stendur til að haldinn verði opinn dagur þar einu sinni á ári, þar sem konur geta mætt í krabbameinsleit sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um það má finna á vefsíðu krabbameinsfélagsins, www.krabb.is,“ segir hún.

 

Tilgangur Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis er að styðja og styrkja þá sem greinast með krabbamein og reyna að greiða götu þeirra á sem flestan hátt. „Við leiðbeinum fólki með styrki, veitum stuðnings- og slökunarviðtöl og höfum boðið upp á jóga í nokkur ár. Einnig eru haldnir fræðslufundir tvisvar til þrisvar á ári. Nú eru breytingar hjá félaginu, við erum að flytja í nýtt húsnæði og stefnan er að stórauka starfsemina á komandi misserum. Ef fólk þarf aðstoð eða vill fá frekari upplýsingar þá er hægt að hafa samband við okkur í síma 666-8112 eða með tölvupósti á netfangið akranes@krabb.is.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is