Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2014 12:01

Grein um íslenska ull í kóngsins Köben

Helgina 20.-21. september var haldin tveggja daga prjónasýning, eða Strikkefestival, í Kaupmannahöfn. Þar var kynning á öllu sem viðkemur íslenskum prjónaskap, verkefni og hráefni til að vinna úr, frekar en fullgerðar flíkur. Þarna voru tölur úr roði, munsturgerð á íslenskum lopapeysum í tölvuforrriti, prjónaferðamennska á Íslandi, jurtalitað band, uppskriftir og að sjálfsögðu var lopi frá Ístex í öllum litum og gerðum til sölu. Prjónahönnuðurinn Halla Ben, sem býr í Kaupmannahöfn, stóð fyrir viðburðinum sem var staðsettur í fallegu húsnæði Nordatlantens Brygge, sem er menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga, í miðbæ borgarinnar. Fulltrúar sveitamarkaðarins Ljómalindar í Borgarnesi voru að sjálfsögðu á staðnum að kynna markaðinn og þær prjónavörur sem þar eru í boði. Rósa Hlín Sigfúsdóttir frá Borgarnesi var með pakkningar og uppskriftir af hekluðu teppunum sínum og kenndi jafnvel þeim sem keyptu uppskriftirnar handtökin, ef áhugi var fyrir því. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir frá Kvíaholti og Sigrún Elíasdóttir frá Ferjubakka í Borgarhreppi voru með handspunnið band af sauðfé og kanínum, en líka prjónamerki úr hraunmolum, beinaprjóna, ullarkembur og sauðagærur.

 

 

Þar sem Anna Dröfn talar dönsku eins og innfædd, hélt hún fyrirlestur fyrir fullum sal báða dagana, um íslensku sauðkindina, ullina og heimavinnslu á henni. Á meðan spilaði Sigrún undir á rokkinn, og fólk fékk að spreyta sig á honum að vild. Á einni myndinn sést viðburðarstjóri Nord Bryggen, Hans Olsen, grípa í rokkinn. Hann var hæstánægður með alla framkvæmd helgarinnar, yfir 400 manns komu í húsið og jákvæðni og gleði lýsti af hverju andliti. Sjálfar vorum við í skýjunum með þessa skemmtilegu ferð og það góða fólk sem við hittum og kynntumst. Við hittum fólk sem kunni virkilega að meta allt það undarlega sem við gerum í frítíma okkar, og þykir ekki dónaskapur að taka upp prjóna þar sem maður sest niður á almannafæri! Flestir voru gestirnir danskar konur, en þónokkuð af færeyskum og íslenskum, enda telur Íslendingasamfélagið í Danmörku fleiri þúsundir.

Við vorum svo heppnar að fyrirtæki í heimabyggð; Límtré/Vírnet, Kaupfélag Borgfirðinga og Nettó í Borgarnesi styrktu okkur til þessarar frábæru farar og eigum við vart orð til að þakka þeim nógsamlega fyrir þá velvild en við vonum að við höfum verið þeim til sóma. Ferðin var ekki aðeins skemmtileg, heldur lærðum við heilmikið. Ekki síst um mikilvægi tengslanetsins og að íslenskir framleiðendur, sem eru að harka á þessum sama markaði, þekki hvern annan og hjálpist að.

 

Sigrún Elíasdóttir

Rósa Hlín Sigfúsdóttir

Anna Dröfn Sigurjónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is