Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2014 01:31

Þriggja milljarða hagræðing varðandi vinnslukostnað

Frá 2003 þegar aðgerðir hófust fyrir alvöru til að lækka vinnslukostnað í mjólkuriðnaði hefur kaupmáttur launa til kaupa á mjólkurvörum vaxið um um það bil 20%. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka afurðastöðvar í mjólkuriðnaði á gögnum úr rekstri fyrirtækja í greininni. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá samtökunum til fjölmiðla, sem send var út í dag. Þar segir að þessu hafi fyrst og fremst verið náð fram með hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. Vinnslustöðvum hafi fækkað og starfsfólki fækkað um þriðjung. Á fyrri hluta tímabilsins hafi nánast verið verðstöðvun á mjólkurvörum þrátt fyrir 25% verðbólgu í landinu. Frá 2008 hefur verð á mjólkurvörum hækkað innan marka neyslu- og launavísitölunnar.

Í tilkynningu SAM, sem Guðni Ágústsson sendir, segir að þessum árangri hafi verið náð með ríflega þriggja milljarða króna kostnaðarhagræðingu á ársgrunni á þessum 12 árum. Tveir milljarðar króna gengu til beinnar raunlækkunar vöruverðs í gegnum ákvarðanir verðlagsnefndar búvöru. Einn milljarður fór til þess að greiða bændum hærra mjólkurverð sem ekki birtist í vöruverði á markaði. Þannig hafi neytendum verið hlíft við gríðarlegum verðhækkunum á aðföngum bænda í gegnum hagræðingu í mjólkuriðnaði. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði telja að á næstu misserum verði hægt að ná fram töluverðri viðbótarhagræðingu í greininni, segir í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is