Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2014 06:01

SamVest æfing verður um aðra helgi í Kaplakrika

Næsta SamVest æfing verður í nýrri frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði sunnudaginn 19. október. Æfingin verður fyrir iðkendur fædda 2004 og fyrr. Að þessu sinni verður lögð áhersla á stangastökk, spretthlaup, kringlukast og sleggjukast. Þjálfarar á æfingunni verða Einar Þór Einarsson, Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason. Þátttökutilkynningar eiga að berat á netfangið hronn@vesturland.is helst ekki seinna en viku fyrir æfinguna.

Sem kunnugt er nær SamVest samstarfið yfir félagssvæði ungmenna- og héraðssambanda allt frá sunnanverðum Vestförðum suður á Kjalarnes. Allmikil gróska virðist í frjálsum íþróttum á svæðinu og meðal annars eru góðar fréttir af starfinu hjá HSH. Kristín Haraldsdóttir frjálsíþróttaþjálfari í Grundarfirði er byrjuð að þjálfa í Ólafsvík fyrir Víking/Reyni. Hún er þar með tvo hópa sem samanlagt telja um 60 iðkendur. Kristín hefur einnig farið þrisvar núna í haust á Lýsuhól í Staðarsveit og haldið frjálsíþróttanámskeið fyrir krakkana í grunnskólanum. Kristín vonast til að þessi fjöldi iðkenda skili sér í SamVest samstarfið og á mótin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is