Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2014 01:30

Aðgerðaráætlun gegn einelti reynist gott verkfæri

Einelti teygir anga sína víða í samfélaginu. Það þekkist bæði meðal barna og fullorðinna og er samfélagsmein sem getur haft grafalvarlegar afleiðingar. Einelti getur átt margvíslegar birtingarmyndir og því miður er það þekkt vandamál í langflestum skólum enda algengast meðal barna og unglinga. Fyrir tveimur árum var ákveðið að samræma aðgerðir grunnskólanna tveggja á Akranesi í eineltismálum. Skipaður var starfshópur úr báðum skólunum ásamt fulltrúa úr Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hópurinn vann að gerð samræmdrar aðgerðaráætlunar gegn einelti í grunnskólum á Akranesi sem samþykkt var í október 2012. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með náms- og starfsráðgjöfum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla, þeim Brynhildi Benediktsdóttur og Sigríði Ragnarsdóttur, og ræddi við þær um eineltismálin og fyrstu reynsluna af aðgerðaráætluninni. Einelti er ofbeldi og hafa margar skýringar verið gefnar á hugtakinu. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Akraneskaupstaður styðst við er einelti ójafn leikur þar sem einn aðili eða fleiri hafa ítrekað farið yfir persónuleg mörk annars aðila með líkamlegu, andlegu eða félagslegu ofbeldi eða félagslegri einangrun. Þar kemur einnig fram að einelti geti þrifist alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað án tillits til aldurs fólks, vitsmunaþroska, efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu.

 

Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is