Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2014 08:01

Oft var þá fjör og ógleymanlegt að minnast þess tíma

Það hefur margt breyst frá því Björn Stefán Guðmundsson fyrrverandi kennari í Búðardal og á Laugum í Sælingsdal ólst upp á Skarðsströndinni. Þótt Björn Stefán sé ekki kominn nema á miðjan áttunda áratuginn á hann minningar frá sínum uppvaxtarárum sem vel gætu sómt sér í sögu eftir höfunda sem færðu í letur sveitalífið eins og það gerðist hérna áður fyrr, eins og til dæmis Guðrúnu frá Lundi. Það er svo sem ekki sveitarómantíkin sem einkennir þessar minningar hans. Þetta voru erfiðir tímar og ekki síst var það hinn illvígi berklasjúkdómur sem hjó skörð í fjölskyldur. Björn Stefán var ekki orðinn fimm ára þegar hann missti bróður sinn úr berklum. Sá hét Eiríkur og var nokkrum árum eldri og þegar Björn Stefán var ellefu ára gamall missti hann móður sína úr þessum illvíga sjúkdómi. „Það var samt gaman í sveitinni þegar ég var barn ef frá eru taldar þessar hörmungar,“ sagði Björn Stefán þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann í Búðardal í síðustu viku.

Þessi gamli Skarðsstrendingur ólst upp á Reynikeldu og var bóndi þar á sjö ára tímabili upp úr miðri síðustu öld. Hann var kennari lengst af ævi. Varð gagnfræðingur frá Héraðsskólanum að Laugarvatni og fór ungur að kenna í farskóla í sinni heimasveit. Björn Stefán var kominn vel á fullorðinsár þegar hann dreif sig síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1973. „Ég hafði alltaf gaman af kennarastarfinu. Hlakkaði til að mæta í vinnu og þegar ég kenndi á Laugum og í Búðardal var ég yfirleitt búinn að hella á kaffi þegar hinir komu,“ segir Björn Stefán.

 

Sjá viðtal við Björn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is