Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2014 01:52

Eitthvað fyrir alla á Rökkurdögum í Grundarfirði

Rökkurdagar í Grundarfirði hefjast í dag, miðvikudag. Hátíðin hefur nú verið haldin árlega frá 2003 og er dagskráin vegleg að vanda. Að sögn Öldu Hlínar Karlsdóttur, menningar- og markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, hefur undirbúningur hátíðarinnar gengið vel. „Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að skipuleggja hátíðina í ár. Bæjarbúar sem og utanbæjarfólk hefur verið duglegt að leggja til dagskráliði. Við lögðum upp með að hafa eitthvað fyrir alla og það virðist sem því markmiði hafi verið náð,“ segir Alda í samtali við Skessuhorn. Fyrsti dagskráliður hátíðarinnar í ár verður kaffihúsakvöld í sal FSN sem hefst klukkan 20 miðvikudagskvöld. Þar mætir landsfrægi uppistandarinn og Gettu betur spyrillinn Björn Bragi Arnarson og skemmtir gestum. Hátíðinni lýkur svo ekki fyrr en í næstu viku.

 

 

 

Meðal dagskrárliða má nefna stórtónleika söngdeildar Tónlistarskólans í Grundarfirði á fimmtudag klukkan 18. Eldgosafræðsla verður í Bæringsstofu þar sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fræðir gesti um eldgosið í Holuhrauni. Árlegt „Pub Quiz“ meistaraflokks fótboltaliðs Grundarfjarðar verður svo á RúBen á föstudagskvöldinu. Þar mun, líkt og fyrri ár, Kári Pétur Ólafsson spyrja gesti spjörunum úr og er þemað í ár; fólk með hatt/one hit wonder. Þá mun orgelleikarinn Eyþór Franzson Wechner leika klassísk tónverk eftir Bach, Mozart og fleiri þekkt tónskáld í Grundarfjarðarkirkju á laugardaginn. Sama dag verður nytja- og handverksmarkaður opnaður í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Laugardagskvöld heldur svo Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, sérstakt bjórnámskeið í Sögumiðstöðinni. Á sunnudaginn verður harmonikkuball í dvalarheimilinu og á þriðjudaginn í næstu viku verður barnaskemmtun með Sveppa og Villa í Samkomuhúsinu klukkan 17. Rökkurdögum lýkur svo formlega á fiskisúpukvöldi Northern Wave þar sem þeir Einar Melax og Ómar Stefánsson úr Diablo Quinte spila lifandi tónlist fyrir gesti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is