Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2014 12:01

Fjölbreytt vetrarstarf Kórs Akraneskirkju er hafið

Kór Akraneskirkju hefur byrjað vetrarstarf sitt af fullum krafti. Auk þess að sinna messusöng við athafnir í Akraneskirkju, sitja kórfélagar ekki auðum höndum. Á morgun, laugardaginn 11. október klukkan 16, heldur kórinn tónleika í Akureyrarkirkju. Flutt verður sálumessan Eternal Light eftir Howard Goodall ásamt annarri fallegri kórtónlist. Kórinn frumflutti sálumessuna hér á Íslandi í mars sl. og vakti verkið verðskuldaða athygli og hrifningu.

 

 

Þann 4. nóvember heimsækir Tómas R. Einarsson Akranes. Flutt verða á tónleikum sönglög Tómasar R. í útsetningu Gunnars Gunnarssonar, sungin af Sigríði Thorlacius og Kór Akraneskirkju. Hljóðfæraleik annast Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Gunnar Gunnarsson á píanó. Tómas gaf nýverið út geisladiskinn Mannabörn  með lögum sínum og hefur sá diskur fengið mjög góða dóma.

 

Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 30. nóvember, mun kórinn síðan halda veglega jólatónleika að Kalmansvöllum. Fyrirhugaður er flutningur á Jólaóratoríu eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns ásamt annarri fjölbreyttri jólatónlist.  Það er því öflugt starf framundan og farið vítt um völl í verkefnavali. Stjórnandi Kórs Akraneskirkju er Sveinn Arnar Sæmundsson.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is