Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2014 06:01

Það getur verið dauðans alvara að hafa bílinn ekki í lagi

Halldór Ármann Guðmundsson hefur verið bifreiðaskoðunarmaður hjá Frumherja á Akranesi í rúm tíu ár. Hann segir alltof marga bifreiðaeigendur gera þau mistök að gá ekki að ljósabúnaði áður en bifreiðar þeirra eru færðar til skoðunar. „Það á að ganga í kringum bílinn og gá hvort ljósin eru í lagi. Hingað er fólk að koma með jafnvel eineygða bíla í skoðun og það þýðir bara skilyrðislaust endurskoðun. Það eru þessi atriði, sem sumum finnst smáatriði og halda að skipti litlu máli, en telja svo heilmikið ef eitthvað kemur upp á. Það er dauðans alvara ef því er til dæmis ekki sinnt að hafa ljósabúnaðinn í lagi,“ segir Halldór Ármann.

 

 

 

Spurður um viðbrögð bifreiðaeigenda ef þeir fái ekki fulla skoðun á bílana sína, segir Halldór að þau séu mjög misjöfn. „Sem betur fer hafa langflestir skilning á því að hlutirnir þurfi að vera í lagi. Svo eru aðrir sem telja að það sé allt í lagi með bílinn sinn en það sé bara eitthvað að skoðunarmanninum! Svo magnast sagan kannski úti í bæ,“ segir Halldór og brosir. Spurður hvort að ástand bíla til skoðunar hafi jafnvel verið að versna síðustu árin, segir Halldór eftir svolitla umhugsun. „Nei, það held ég ekki. Þetta eru bara yfirleitt sömu trassarnir sem koma með bílana í slæmu ásigkomulagi til skoðunar.“ Halldór segir að starf skoðunarmannsins sé að mörgu leyti skemmtilegt. „Hérna hittir maður marga en hins vegar er þetta starf ekki til vinsælda fallið ef þú ætlar að vera virkur skoðunarmaður. Þannig held ég að sé reyndar með öll eftirlitsstörf. Á okkur hvílir mikil ábyrgð. Við erum í okkar starfi að sinna öryggismálum. Ef eitthvað kemur upp á, svo sem slys í umferðinni, þá eru þau rakin. Það er allt rakið í sambandi við eftirlit. Það er því eins gott að hafa hlutina í lagi, líka það sem ýmsum finnst smáatriði,“ segir Halldór Ármann Guðmundsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is