Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2014 02:01

Margt smíðað og lagfært hjá Tona í Búðardal

Byggðarlag eins og Búðardalur og Dalirnir í heild þarf á ýmissi þjónustu að halda. Björn Anton Einarsson áttaði sig á því eftir að hafa unnið í mörg ár að viðhaldi vélbúnaðar hjá MS í Búðardal. Toni, eins og hann er jafnan kallaður, er menntaður stál- og járnsmiður. Hann ákvað fyrir einu og hálfu ári að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Verkefnin hafa verið næg eftir að verkstæðið var opnað og sem dæmi voru sex menn í vinnu hjá BA Einarssyni ehf, eins og fyrirtækið heitir, í júní- og júlí þegar mest var að gera. Toni fékk verkstæðisaðstöðu að Vetrarbraut 8 sem er hús á bakvið verslun Samkaups. Er þar í rúmlega þrjúhundruð fermetra húsnæði. Á skiltinu fyrir BA Einarsson stendur bílaverkstæði, stálsmiðja og vélaviðgerðir. Verkstæðið var formlega opnað í mars í vor.

„Ég byrjaði reyndar tæplega ári áður og það hafa verið næg verkefni alveg frá upphafi. Ég hef unnið mikið fyrir Þörungaverksmiðjuna og svo saltverksmiðjuna Norðursalt á Reykhólum. Það eru áframhaldandi verkefni hjá báðum fyrirtækjunum og er ég m.a. nýbúinn að smíða saltþurrkara fyrir Norðursalt. Framleiðslustjórinn þar er gríðarlega ánægður með þurrkarann, enda tekur núna hálfan þriðja tíma að þurrka það sem tók vel á annan sólarhring áður. Svo hef ég smíðað allt fyrir þá hérna niður í Sæfrosti í gamla sláturhúsinu, svo sem frystiböndin. Það eru næg verkefni hérna á þessu svæði sýnist mér,“ segir Toni.

 

Gert við ýmislegt á verkstæðinu

Toni segir að talsvert sé einnig að gera í bíla- og vélaviðgerðunum. „Hingað koma menn með allskyns tæki til viðgerða. Auk bíla eru þeir t.d. að koma með fjórhjól og sexhjól. Reyndar sinnum við viðgerðum á öllu mögulegu. Meira að segja barnakerrum og stólum,“ segir Toni og brosir. Hann hefur verið að viða að sér tækjum að undanförnu og er m.a. nýlega búinn að kaupa bæði rennibekk og járnsög. „Það veitir ekki af að hafa tæki þegar þarf að smíða og laga ýmislegt. Ég held ég geti alveg státað af því að fram að þessu hef ég verið með menntaða menn í öllum þeim smíðaverkefnum sem ég hef tekið að mér,“ sagði Toni í Búðardal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is