Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2014 09:40

Nýtt embætti lögreglustjóra verður í Borgarnesi skv. reglugerðardrögum

Innanríkisráðuneytið birti á vef sínum í gær til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta, en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015 samkvæmt lögum frá því í vor. Ráðuneytið óskar jafnframt eftir rökstuddum umsögnum um drögin eigi síðar en föstudaginn 17. október næstkomandi, eða 9 dögum eftir birtinguna. Reglugerðardrögin eru unnin í samræmi við viðamikið samráðsferli sem hófst með birtingu umræðuskjala um efni reglugerðanna á vef ráðuneytisins 4. júní síðastliðinn og segir í frétt ráðuneytisins að um lokahnykkinn í því ferli sé að ræða. Ráðuneytið hafði í aðdraganda þessa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, lögreglustjóra og sýslumenn og áttu innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins fjölmarga fundi í samráðsferlinu. Efni reglugerðanna er tvíþætt:

Annars vegar er kveðið á um hver umdæmamörk hinna nýju embætta verða og hins vegar hvar aðalstöðvar lögreglustjóra og aðalskrifstofur sýslumanna skuli staðsettar, sem og aðrar lögreglustöðvar og sýsluskrifstofur. Þá er jafnframt kveðið á um hvaða þjónustu skuli veita á sýsluskrifstofum.

 

Samkvæmt tillögum ráðuneytisins verður sýslumaður Vesturumdæmis staðsettur í Stykkishólmi en lögreglustjóri í Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir sýsluskrifstofum að auki í Snæfellsbæ, Búðardal, Borgarnesi og á Akranesi. Lögreglustöðvar verða í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Borgarnesi og Akranesi. Sjá nánar meðf. mynd.

 

Ekki hefur samkvæmt heimildum Skessuhorns verið ágreiningur um staðsetningu embættis sýslumanns í Vesturumdæmi. Það verður í Stykkishólmi og hefur Ólafur K Ólafsson sýslumaður Snæfellinga verið ráðinn í starfið og situr því áfram á sama stað. Þá hefur Úlfar Lúðvíksson sýslumaður á Patreksfirði verið ráðinn í starf lögreglustjóra Vesturumdæmis, sem nú hefur samkvæmt reglugerðardrögunum verið ákveðið að verði í Borgarnesi. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar hafa sótt það fast að embætti lögreglustjóra verði á stöðunum. Hafa fært fyrir því rök og fundað með ráðherra og starfsfólki innanríkisráðuneytisins. Borgarbyggð bendir á miðlægni Borgarness á Vesturlandi fyrir aðallögreglustöð en fulltrúar Akraneskaupstaðar benda á að um 45% íbúa svæðisins búi á Akranesi, málafjöldi sé þar mestur og því eðlilegt að staðsetja aðalskrifstofu embættis lögreglustjóra þar.

 

Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar fagnar þessari niðurstöðu og segir afar sterk rök fyrir því að ráðherra velji að staðsetja lögreglustjóraembættið í Borgarnesi.

 

„Baráttan er ekki búin. Við munum auðvitað tefla fram þeim mikilvægu rökum sem við höfum í höndunum, allt til síðustu stundar. Ég lít þannig á að það sé ekki búið að ákveða hvar embættin verða staðsett, þrátt fyrir þessi drög,“ segir Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is