Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2014 09:22

Skallagrímsmenn töpuðu naumt í fyrsta leik

Jafn og skemmtilegur leikur fór fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímsmenn mættu Keflvíkingum í fyrstu umferð Dominosdeildarinnar. Fjölmargir áhorfendur voru á leiknum sem var hnífjafn lengst af og lokamínúturnar síðan æsispennandi. Jafnt var þegar mínúta var eftir af leiknum en Keflvíkingar reyndust sterkari á endasprettinum. Lokatölur voru 70:65. Keflvíkingar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 19:18, en jafnt var í hálfleik 31:31. Skallagrímsmenn komust yfir um miðjan þriðja leikhluta en forskot þeirra varð þó ekki nema fjögur stig. Gestirnir jöfnuðu svo leikinn undir lok leikhlutans en þá var staðan 50:50. Keflvíkingar gerðu sig líklega til að slíta sig frá heimaliðinu í lokaleikhlutanum. Komust þá mest átta stigum yfir 59:51. Heimamenn bitu í skjaldarrendur og náðu að jafna 63:63 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Stríðsgæfan var svo með Keflavíkingum í lokin og þeir uppskáru fimm stiga sigur, 65:70.

 

 

Skallagrímsmenn börðust vel í leiknum og voru ekki langt frá því að uppskera eins og þeir sáðu. Tracey Smith Jr. var manna öflugastur í liði heimamanna með 28 stig og 16 fráköst. Næstir komu Sigtryggur Arnar Björnsson með 14 stig, Páll Axel Vilbergsson með 10, Davíð Ásgeirsson 7 og þeir Ármann Örn Vilbergsson og Daði Berg Grétarsson með 3 hvor. Egill Egilsson lék ekki vegna meiðsla. Meiðsli hans eru þó ekki alvarleg og er búist við að hann verði með í næsta leik sem verður gegn Grindvíkingum syðra nk. fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is