Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2014 01:01

Skagamenn lágu í fyrsta leik

Skagamenn byrja ekki vel í 1. deildinni í körfubolta þetta haustið. Þeir töpuðu fyrir Breiðabliki þegar liðin mættust í Kópavogi í fyrstu umferð deildarinnar sl. föstudagskvöld. Lokatölur voru 67:53 og það voru ekki aðeins Skagamann sem töpuðu í fyrsta leik heldur biðu bæði liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra einnig ósigur og það á heimavelli, Ísfirðingar og Valsmenn. Skagamenn byrjuðu vel í leiknum og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 13:16. Breiðabliksmenn voru mun betri í öðrum leikhluta og voru yfir í hálfleik, 35:26. Skagamenn tóku við sér í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokakaflann í stöðunni 47:43 fyrir heimamenn. Í lokafjórungunum virtist úthaldið á þrotum hjá gestunum og Breiðablik vann öruggan sigur. Hjá ÍA var Ómar Örn Helgason atkvæðamestur með 15 stig, Lemuel Tode Doe skraði 14 stig, Fannar Freyr Helgason 10, Áskell Jónsson 8 og aðrir minna.

Næsti leikur Skagamanna verður á heimavelli nk. sunnudag þegar Þór frá Akureyri kemur í heimsókn. Sá leikur verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem ÍA leikur sína heimaleiki í vetur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is