Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2014 04:04

Inga Elín að ná lágmörkum inn á HM í sundi

Inga Elín Cryer sundkona frá Akranesi keppti á Týrsmóti Ægis um liðna helgi. Inga Elín æfir nú eins og fram hefur komið með sundfélaginu Ægi í Reykjavík við bestu mögulegu aðstæður. Hún synti 100m flugsund á 1:02.12, 50m skriðsund á 27.48 og 400m skriðsund á 4.19.11. Var hún að bæta sig í öllum greinunum. Inga Elín náði þar með B-lágmarki í 400m skriðsundi inn á HM-25 sem haldið verður í Doha í Quatar í byrjun desember. Auk þess var hún einungis sekúndu frá B-lágmarkinu í 100m flugsundi. Þetta er besti tími Ingu Elínar síðan eftir aðgerðina sem hún gekk í gegnum. Nú taka við strangar æfingar því um næstu helgi verður keppt í Bikarkeppni SSÍ. Helgina þar á eftir verður SH mótið í Ásvallalaug og loks Íslandsmótið í 25m laug helgina 14.-16. nóvember. Á ÍM-25 er lokatækifæri að ná lágmarkinu inn á HM-25. Þar ætlar Inga Elín sér stóra hluti og stefnir á A-lágmark í 400m skriðsundi, A/B lágmarki í 800m skriðsundi og A/B lágmarki í 200m flugsundi. Það er því nóg að gera hjá þessari flottu sundkonu, en hún stundar nú nám á íþróttabraut Háskólans í Reykjavík.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is