Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2014 08:09

Landsæfing Rauða krossins í dag – Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu í dag, sunnudag og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða um 50 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar RKÍ standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Klúbbur matreiðslumeistara leggur Rauða krossinum lið á landsæfingunni með því að reiða fram þjóðarréttinn, íslenska kjötsúpu. „Rauði krossinn á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á landsæfingunni. Það er hagur okkar allra,“ segir í tilkynningu. Meðal annars verður boðið í mat á Akranesi, Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Þess má geta að Fjöldahjálparstöð RKÍ á Akranesi er staðsett í Brekkubæjarskóla, nánar tiltekið þar sem gengið er inn í salinn.

Elín Kristinsdóttir er formaður RKÍ deildar í Borgarbyggð. „Í Borgarbyggð verða fjöldahjálparstöðvarnar þrjár; í Menntaskóla Borgarfjarðar, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Opið verður frá kl. 11 til 15 og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í æfingunni með því einfaldlega að mæta á staðinn, skrá sig inn og þiggja íslenska kjötsúpu í boði Klúbbs matreiðslumeistara,“ segir Elín.

 

Þá segir hún að á síðustu vikum hafi Íslendingar verið rækilega minntir á kraft óútreiknanlegra náttúruafla. „Hættan er ætíð til staðar fyrir alla sem hér eru staddir, þar sem neyð gæti orðið raunin á örskammri stundu. Skapist mikil neyð er mikilvægt fyrir alla landsmenn, og gesti okkar einnig, að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Rauði krossinn á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á landsæfingunni. Það er hagur okkar allra. Með þinni þátttöku fá sjálfboðaliðar okkar æfingu í að opna stöðvarnar og taka á móti stórum hópi fólks. Þiggðu súpu, það hjálpar okkur,“ segir í tilkynningu frá Elínu Kristinsdóttur formanns Borgarbyggðardeildar RKÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is