Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2014 06:01

Stykkishólmsbær selur eignir til að fjármagna stækkun skólans

Í síðustu viku auglýsti Stykkishólmsbær eignir til sölu. Það er barnaskólahúsið gamla við Skólabraut og húsnæði Amtsbókasafnsins við Hafnargötu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir að meðal annars sé horft til þess að húseignirnar geti nýst fyrir hótel og ferðaþjónustu, einkum vegna frábærrar staðsetningar þeirra. „Okkur var bent á það enda hefur mikil uppbygging verið í ferðaþjónustunni hér síðustu árin. Gamli barnaskólinn er á þeim stað sem útsýni er frábært yfir bæinn og Breiðafjörðinn og Amtsbókasafnið í miðbænum hjá gömlu húsunum,“ segir Sturla. Söluandvirði eignanna verður nýtt til stækkunar grunnskólahússins í Stykkishólmi þannig að það nýtist einnig fyrir tónlistarskólann og amtsbókasafnið sem eru til húsa í þeim eignum sem nú eru til sölu. Grunnskólahúsið var byggt á níunda áratug liðinnar aldar og þá gert ráð fyrir að það yrði stækkað.

 

 

 

Sturla segir að í þröngri fjárhagsstöðu Stykkishólmsbæjar sé um það að velja að gera rekstur skóla og stofnana bæjarins hagkvæmari og auka tekjurnar. Mikil hagræðing náist fram í því að sameina skólana og bókasöfnin undir eitt þak. Sturla segir að eitt af því fyrsta sem hann fékk inn á sitt borð þegar hann tók við starfi bæjarstjóra á liðnu vori hafi verið bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Þar voru gerðar athugasemdir við stöðu bæjarsjóðs út frá þá nýbirtum ársreikningi sveitarfélagsins. Sturla segir að við því sé einnig verið að bregðast með sölu eignanna. Það sé forsendan fyrir því að unnt verði að ráðast í fjárfestingar eins og stækkun grunnskólahússins.

Gamla barnaskólahúsið við Skólabraut var teiknað að Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1934. Þar hefur tónlistarskólinn verið til húsa um árabil. Amtsbókasafnið er hins vegar í húsi sem byggt var sem verslunarhús á sjöunda áratug liðinnar aldar. Þar var um árabil byggingavörudeild Kaupfélags Stykkishólms til húsa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is