Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2014 12:01

Endurbætur í Lyngbrekku komnar vel á veg

Í síðustu viku hófust framkvæmdir við endurbætur á félagsheimilinu Lyngbrekku í Mýrum. Nokkrir félagar úr ungmennafélögunum Birni Hítdælakappa og Agli Skallagrímssyni komu saman á þriðjudag og miðvikudag og fjarlægðu þakjárn og þakpappa af húsinu. Í ljós kom að þakviðirnir eru í góðu lagi og ekki þurfti að skipta um þakklæðingu eða sperrur. Smiðir frá SÓ húsbyggingum komu síðan á hæla ungmennafélaganna og lögðu nýjan pappa og járn á þak hússins. Stefán Ólafsson hjá SÓ húsbyggingum segir að ef viðri núna í vikunni verði lokið við frágang á þakinu. Eftir er þá í þessum áfanga endurbótanna sem boðinn var út í sumar að skipta um glugga í húsinu. Stefán sagði í samtali við Skessuhorn að tími hafi verið kominn á að skipta um þakjárnið en annars liti húsið að mörgu leyti vel út. „Þetta er gott félagsheimili og mikið notað. Það er gaman að félagarnir hugsi um að halda því við,“ sagði Stefán. Félagsheimilið Lyngbrekka var byggt fyrir rúmri hálfri öld. Það er í eigu Borgarbyggðar og fyrrgreindra ungmennafélaga; Björns Hítdælakappa og Egils Skallagrímssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is