Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2014 06:01

Fjallað um athyglisverða borgfirska matarmenningu

Annað kvöld, þriðjudaginn 21. október, verður matarmenning Borgarfjarðar tekin til umfjöllunar í fyrirlestraröð Snorrastofu í Reykholti. Þá mun Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur flytja fyrirlestur um þá menningu þar sem hún leitar fanga í sögu matvælaframleiðslu í landbúnaðarhéruðum okkar og hvernig nútíminn getur hagnýtt sér gamlar hugmyndir og reynslu í þeim efnum. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu og í kaffihléi sýna borgfirskir matgæðingar óvæntar krásir sínar og bjóða gestum að bragða á. Aðgangur er kr. 500.

„Í fyrirlestrinum rifjar Guðrún upp hvað hafi falist í þeim boðskap Eggerts Ólafssonar að menn eigi að lifa af því sem landið gefur, skoðar hvernig til hafi tekist í Borgarfirði síðastliðin 250 ár og á hvern hátt sé hægt að draga lærdóm af þeirri reynslu til framtíðar. Þá veltir hún upp spurningunni um hvort sagan geti leiðbeint okkur við framleiðslu matvæla fyrir ört stækkandi markað og aukinn fjölda ferðamanna með verndun lífríkis og frjósemi jarðvegs að leiðarljósi.

Guðrún er matvælaverkfræðingur að mennt, hefur starfað víða í landbúnaði og sjávarútvegi, m.a. komið að uppbyggingu sláturhúsa á áttunda áratugnum þar á meðal sláturhússins í Borgarnesi. Þá hefur hún fengist við kennslu og verið leiðsögumaður og síðustu árin haldið fyrirlestra og skrifað ýmislegt um íslenska matarhefð. Að loknu kaffihléi verður boðið til umræðna og fyrirspurna til fyrirlesara kvöldsins. Þar taka þátt og veita upplýsingar tveir frumkvöðlar í héraðinu, sem reynt hafa nýbreytni á eigin skinni; Davíð Freyr Jónsson í Matarsmiðjunni Borgarnesi og Haraldur Örn Reynisson í Hugheimum. 

Það er ekki ofmælt að undanfarin misseri hafi Borgarfjörðurinn sýnt áhugaverða tilburði og nýbreytni í framleiðslu matvæla og því þótti auðsætt að leita til unga fólksins í Árdal, sem stendur að Búdrýgindum ehf og vakið hefur athygli með skemmtilegri þáttagerð um matargerð í sveitinni og það sem að baki hennar býr. Framfarafélag Borgfirðinga stendur einnig að viðburðinum, enda hefur það með starfi sínu staðið við bakið á sprotum þeim í matarframleiðslu, sem víða hafa skotið upp kollinum að undanförnu og lofa góðu,“ segir í tilkynningu frá Snorrastofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is