Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2014 10:01

Röskun verður um helgina á ferðum strætófarþega á Akranesi og Borgarnesi

Hvalfjarðargöngin verða eins og kunnugt er lokuð í hálfan þriðja sólarhring um næstu helgi. Er það lengsta samfellda lokun ganganna frá opnun þeirra í júlí 1998. Þetta er gert vegna malbikunar og er í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á akbrautum ganganna. Göngunum verður lokað klukkan 20 að kvöldi föstudags 17. október og verða þau opnuð að nýju fyrir umferð klukkan 6 að morgni mánudagsins 20. október. Vegna þessa verða breytingar á leið 57 hjá Strætó á meðan á lokuninni stendur. Að sögn Einars Kristjánssonar, sviðsstjóra skipulagssviðs Strætó bs. falla niður einhverjar ferðir á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. „Við tökum lengri ferðirnar á Snæfellsnes, til Hólmavíkur og Akureyrar og verðum með tengingu á þessa lengri leggi. Brottför verður frá Borgarnesi á þessa staði og verða þær ferðir óbreyttar. Vagninn mun fara Hvalfjörðinn en ekki inn á Akranes. Miðað við hverja brottför verður annar bíll sem fer frá Akranesi upp í Melahverfi, þar sem farþegar til og frá Akranesi geta tengst þessum ferðum. Það sem breytist er því leiðin frá Akranesi til Reykjavíkur og frá Borgarnesi til Akraness,“ segir Einar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is