Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2014 01:40

Snæfellskonur einar á toppnum

Síðastliðið miðvikudagskvöld mættust í Stykkishólmi Snæfell og Valur í Dominosdeild kvenna í körfubolta.  Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn. Mikil barátta var í sveiflukenndum leik sem lauk með sigri Snæfells 90:85. Snæfellskonur eru því einar á toppnum eftir þrjár umferðir með fullt hús stiga. Valsstúlkur byrjuðu betur í leiknum og voru með sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 27:21. Snæfellskonur komust upp á tærnar í öðrum leikhluta. Bættu sig bæði í vörn og sókn og í hálfleik höfðu þær snúið taflinu við, voru þá átta stigum yfir 51:43. Valsstúlkur voru ekki af baki dottnar og náðu fljótlega að minnka muninn. Snæfell var engu að síður enn yfir fyrir lokafjórðunginn, 68:66. Heimakonur tóku síðan afgerandi forystu að nýju í lokafjórðungnum og voru mest 12 stigum yfir 85:73. Valsstúlkur tókst að minnka aftur muninn á síðustu þremur mínútunum í leiknum en það dugði þeim ekki og lokatölur eins og áður segir 90:85.

 

 

Hjá Snæfell var Kristen McCarthy atkvæðamest með 27 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir fyrirliði fangaði afmælisdeginum með góðum leik skoraði 19 stig, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 og tók 7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 9 stig og tók 7 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 9 stig, Berglind Gunnarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3 og María Björnsdóttir 2. Hjá Val var Joanna Harden atkvæðamest með 31 stig.

 

Snæfellskonur mæta Keflvíkingum í næstu umferð á laugardaginn og fer sá leikur einnig fram í Hólminum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is