Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2014 10:17

Stefnir í að landsmót hestamanna fari hér eftir fram á höfuðborgarsvæðinu

Forsvarmenn í landssamtökum hestamannafélaga virðast hafa tekið ákvörðun um að hér eftir verði landsmót hestamanna haldin á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn LH telur að hvorki Skagafjörður né Hella séu lengur valkostir sem hestamenn geti sætt sig við. Ákvörðun þessari er vægast sagt illa tekið af ýmsum á landsbyggðinni og má nefna hávær mótmæli Ágústar Sigurðssonar sveitarstjóra í Rangárþingi ytra. Búið var fyrr á árinu að rita undir viljayfirlýsingu milli Skagfirðinga og LH um að mótið árið 2016 færi fram á Vindheimamelum. Nú hefur stjórn LH hins vegar svikið þann samning og ákveðið að mótið verði á Kjóavöllum, á félagssvæði Spretts, félags hestamanna í Garðabæ og Kópavogi. Um leið og þessi ákvörðun er tekin undir árslok 2014 er stjórn LH að þverbrjóta eigin reglur þess efnis að taka skuli ákvörðun um mótsstað eigi síðar en fimm árum fyrir landsmót. Samninga skuli gera við mótshaldara þremur árum fyrir mót.

 

 

 

„Stjórn Landssambands hestamannafélaga komst að þeirri niðurstöðu á fundi þann 7. október 2014 að forsendur fyrir því að Landsmót 2016 væri haldið á Vindheimamelum í Skagafirði væru ekki fyrir hendi. Forsvarsmönnum Skagfirðinga var tilkynnt um þessa niðurstöðu með formlegum hætti á símafundi 14. október 2014,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga og Landsmóti hestamanna ehf. sem Haraldur Þórarinsson formaður LH ritar undir. Þá segir að á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga 16. október hafi verið ákveðið samhljóða að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Sprett á Kjóavöllum varðandi Landsmót 2016 og við hestamannafélagið Fák um Landsmót 2018. „Stjórn Landssambands hestamannafélaga vonast til þess að um þetta muni ríkja sátt á meðal áhugamanna um íslenska hestinn.“

Stjórn LH tilgreinir nokkrar ástæður fyrir ákvörðun sinni um að landsbyggðin standi ekki lengur undir því hlutverki að halda Landsmót hestamanna. „Í fyrsta lagi lítur stjórn LH þar til reynslu af fyrri landsmótum og þá fyrst og fremst af síðasta landsmóti sem haldið var á Hellu nú í sumar. Í því ljósi telur stjórnin að aðstaðan á Vindheimamelum sé ekki fullnægjandi og of mikill áhætta sé því samfara að halda mótið þar.“ Þá segir: „Í öðru lagi telur stjórn LH að við staðarval landsmóta þurfi að taka aukið tillit til möguleika mótshaldara til að afla tekna og lágmarka kostnað. Markmiðið hljóti þannig ávallt að vera að mótin eflist milli ára og þjóni þannig tilgangi sínum.“ Fram hefur komið í fréttum að Landsmót hestamanna ehf. sem er að 2/3 í eigu LH og 1/3 í eigu Bændasamtaka Íslands, að félagið eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum. Vegna greiðsluerfiðleika félagsins um síðustu áramót treysti Landsmót hestamanna ehf. sér ekki til að undirrita formlegt samkomulag við Skagfirðinga um mótshaldið 2016.

 

Loks nefnir stjórn LH í tilkynningu sinni fleiri rök svo sem rannsóknir og vísar auk þess í orðið á götunni: „Sú skoðun gerist háværari að það þjóni ekki hagsmunum hestamanna að mótið fari fram á Vindheimamelum árið 2016.“

 

Litlar líkur eru á að sátt náist um að framvegis verði landsmót hestamanna haldin á höfuðborgarsvæðinu. Sú sátt sem stjórn LH kallar eftir byggir því á mikilli bjartsýni enda togast á hagsmunir landshluta, peningaöfl og margt fleira. Landsþing LH fer fram um helgina á Selfossi. Málin munu væntanlega skýrast betur þar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is