Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2014 08:01

Samningar framlengdir við fjóra leikmenn ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur framlengt samninga við fjóra leikmenn meistaraflokks karla, sem voru að renna út. Talað er um viðkomandi leikmenn sem lykilleikmenn á heimasíðu félagsins. Þetta eru þeir Jón Vilhelm Ákason, Eggert Kári Karlsson, Ólafur Valur Valdimarsson og Arnar Már Guðjónsson. Þeir þrír fyrst töldu framlengdu samning sinn til tveggja ára en Arnar Már til loka næsta árs. Jón Vilhelm er 28 ára, hefur leikið 151 leik með Skagaliðinu og skorað í þeim 22 mörk. Eggert Kári Karlsson er 23 ára gamall. Hann hefur leikið 75 leiki með meistaraflokki félagsins og skorað í þeim 8 mörk. Ólafur Valur Valdimarsson er 24 ára gamall. Hann hefur leikið 81 leik fyrir félagið og skorað í þeim 9 mörk. Arnar Már Guðjónsson er 27 ára. Hann á að baki 105 leiki með Skagaliðinu og hefur skorað í þeim 22 mörk. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA segist ánægður með hvað vel gangi að endursemja við þá leikmenn sem hafa verið samningslausir nú á haustmánuðum. Það hafi verið forgangsmál að ganga frá þeim málum eftir tímabilið. „Við bindum miklar vonir við alla þessa leikmenn á næsta tímabili,“ segir Gunnlaugur, en sem kunnugt er spilar ÍA þá í Pepsídeildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is