Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2014 12:54

Vísindamenn óttast nú að sprengigos geti hafist undir jökli

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.  Á grundvelli hættumatsins, þar sem horft er til gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegu sprengigosi með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu, hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- og lokunarsvæðum.

Hættusvæði er skilgreint sem það svæði þar sem um helmingslíkur eru á að óholl loftgæði geti myndast, eða í um 60 km fjarlægð frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Auk þess eru flóðafarvegir eftirtalinna vatnsfalla á hálendi innan svæðisins: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Sveðja, Sylgja og Tungnaá. Mestar líkur eru taldar á að hlaupvatn vegna eldgoss í Bárðarbungu fari í Jökulsá á Fjöllum, en ekki er útilokað að það fari til vesturs. Innan hættusvæðisins er hætta á að lenda í miklu ( >5 cm) öskufalli ef eldgos verður undir jökli. Umferð um hættusvæðið er ekki bönnuð, en fólk er hvatt til þess að sýna sérstaka árvekni og fylgjast vel með tilkynningum sem kunna berast í gegnum farsíma eða útvarp. Gott er að gefa upp ferðaáætlun og skilja eftir hjá aðilum sem geta gefið upplýsingar til yfirvalda ef breytingar verða á eldvirkninni og vá vofir yfir. Því nær sem farið er lokunarsvæði, því meiri líkur eru á að lenda í mikilli gasmengun og öskufalli ef eldgos nær undir Dyngjujökul. Spár um hvar gasmengunar er að vænta eru birtar á vef Veðurstofu Íslands. www.vedur.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is