Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2014 11:00

Haukar lögðu Snæfellinga í Hólminum

Það var hörkuleikur í Stykkishólmi í gær þegar Haukar mættu Snæfelli í Dominosdeild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þótt liðin væru að gera sex til tíu stiga áhlaup og skiptast á forustunni. Snæfellsliðinu virðist skorta breidd um þessar mundir og það kom í ljós undir lok leiksins. Haukarnir snéru leiknum sér í vil á síðustu tveimur og hálfu mínútunum og sigruðu með fimm stiga mun 89:84.

 

 

Haukarnir byrjuðu betur í leiknum og Snæfellingar voru á hælunum varnarlega. Sigurður Þorvaldsson kom þó Snæfelli yfir í stöðunni 11:10 og heimamenn voru yfir eftir fyrsta leikhluta 24:20. Leikurinn var hnífjafn og munurinn aldrei meiri en fimm stig. Liðin skiptust á forustunni þegar leið að hálfleik en Snæfell var þá yfir 47:43. Haukar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og Kári Jónsson kom þeim strax í forystu með fimm fyrstu stigunum 47:48. Snæfellingar voru bráðir í sóknum sínum í þriðja leikhluta og gestirnir gengu á lagið. Haukar voru með tveggja stiga forskot eftir þriðja leikhluta 65:63. Spennan var mikil í lokafjórðungnum. William Nelson hjá Snæfelli fékk sína fimmtu villu þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir var staðan 84:79 fyrir Snæfelli. Allur vindur virtist úr heimamönnum þessar síðustu mínútur og það nýttu Haukar með því að skora tíu stig á lokakaflanum og sigra.

 

Sigurður Þorvaldsson var yfirburðamaður í liði Snæfells með góða tvennu, 31 stig og 11 fráköst. Austin M Bracey skoraði 16 stig, William Nelson 14 og tók 14 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Stefán Karel Torfason 10 og 6 fráköst og Snjólfur Björnsson 1 stig og 6 stoðsendingar.

 

Næsti leikur Snæfells í Dominosdeildinni verður Vesturlandsslagur við Skallagrím í Borgarnesi mánudagskvöldið 27. október.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is