Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2014 11:22

Starfsmenn Norðuráls vilja taka upp nýtt vaktakerfi

Á vef Verkalýðsfélags Akraness er greint frá niðurstöðu kosningar meðal fastráðinna vaktastarfsmanna hjá Norðuráli um hvort taka ætti upp nýtt vaktafyrirkomulag. Atkvæðagreiðslan snerist um það hvort að í komandi kjarasamningum ætti að leggja áherslu á að taka upp nýtt 8 tíma vaktakerfi með sambærilegum hætti og er hjá Elkem Ísland á Grundartanga og hverfa frá 12 tíma vöktum. Í þessari kosningu var einnig kveðið á um að lögð yrði áhersla á að ná fram sambærilegum útborguðum launum og 12 tíma vaktakerfið gefur. 82,5% kjörsókn var í kosningunni. 65% voru fylgjandi því að færa vaktakerfið niður í 8 tíma vaktir, 34,5% var því andvígur og 0,5% var ógilt. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir niðurstöðuna afgerandi og segir að á þessa breytingu verði lögð áhersla í kjarasamningum við Norðurál.

„Það liggur fyrir að kosningin er nokkuð afdráttarlaus. Í kjölfarið munu trúnaðarmenn og samninganefndin móta komandi kröfugerð og það er ljóst að framundan eru gríðarlega erfiðir kjarasamningar. En með samstöðu starfsmanna ætti að vera hægt að ná góðri niðurstöðu starfsmönnum til heilla,“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is