Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2014 11:25

Björgunarfélag Akraness festir kaup á nýjum björgunarbáti

Björgunarfélag Akraness mun festa kaup á nýju björgunarbát á allra næstu dögum. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóflokks Björgunarfélags Akraness var félagið sett í þarfagreiningu þar sem kom í ljós að það þyrfti stærri bát en það á í dag. „Það er komið að því að uppfæra sjóbjörgunarbúnað félagsins. Björgunarbáturinn sem nú er notaður, Margrét Guðbrandsdóttir, er í raun bara strandbátur. Það sýndi sig til dæmis í stóru leitinni í fyrra þegar neyðarútkallið barst frá Faxaflóa. Þá þurfti reglulega að skipta um mannskap á bátnum þar sem mönnum varð fljótt kalt enda alveg berskjaldaðir um borð,“ segir Guðni. Í framhaldi af þarfagreiningunni var byrjað að leita að bát sem myndi fullnægja kröfum Björgunarfélagsins og fannst líklegur bátur í Bretlandi.

 „Félagið sendi sérfræðing út til að skoða bátinn. Hann útbjó 60 blaðsíðna skýrslu um hann og tók myndir. Þessi bátur hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður enda er hann smíðaður og sérstyrktur til siglinga í Norður - Atlantshafi.“

 

Báturinn sem um ræðir var smíðaður 1995 og var áður notaður sem sjómælingabátur hjá breska hernum. Hann er 10,5 metrar á lengd og rúmir 3 metrar á breidd. Í honum eru tvær 215 hestafla vélar og hefur hann drægni upp á 300 sjómílur. Áætlað er að fjórir verði í áhöfn á bátnum. Hann býður upp á allt aðrar aðstæður fyrir björgunarmenn en Margrét Guðbrands enda yfirbyggður. Í honum eru bekkir, þar sem sex manns geta setið og kojur fyrir ofan. „Hann getur því nýst sem sjúkrarými ef svo ber undir. Það er því hægt að taka um borð veikt og slasað fólk, því báturinn getur nýst einnig sem eins konar sjúkraflutningabátur,“ segir Guðni.

 

Bylting fyrir félagið

Að sögn Guðna hefur báturinn verið í lítilli notkun frá því hann var smíðaður. Einungis er búið að keyra vélarnar í 800 tíma, sem telst ekki mikið. Björgunarfélagið er búið að tryggja sér bátinn, sem verður fluttur frá  Bretlandi á næstu dögum. „Samgöngustofa hefur samþykkt bátinn og veitt heimild til að hann verði fluttur inn. Næstu skref eru því að greiða hann og koma honum í flutning. Boltinn er farinn að rúlla af stað.“

 

Félagsmenn björgunarfélagsins eru nú að kynna sér tækjabúnað og fleira sem þarf í bátinn. „Hann kemur hingað í raun sem alger beinagrind því í hann vantar allan björgunarbúnað. Við nýtum bátinn sjálfan, vélar og allt sem þar er. Það  sem vantar er björgunarbúnaður og siglingatæki sem samræmist því sem björgunarsveitir nota í dag. Hann verður því ekki björgunartæki fyrr en eftir einhverjar vikur eða mánuði. En þetta verður algjör bylting fyrir okkur og slysavarnarfélagið í heildina. Þetta er fyrsti báturinn af þessari stærð á landinu,“ segir Guðni Haraldsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is