Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2014 02:07

Fráfarandi stjórn LH samstíga í úrsögn

Stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvað í síðustu viku, í aðdraganda landsþings félagsins, að í a.m.k. næstu tvö skipti verði Landsmót hestamanna haldið á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn LH taldi að hvorki Skagafjörður né Hella væru lengur valkostir sem hestamenn geti sætt sig við. Færð voru fyrir því ýmis rök. Skriflegt samkomulag við Gullhyl ehf, félag Skagfirðinga um Landsmót 2016, var um leið brotið. Ákvörðun þessari var vægast sagt illa tekið af hestamönnum á landsbyggðinni sem tóku höndum saman og sömdu vantrauststillögu á formann LH sem þeir hugðust flytja á landsþinginu sem fram fór á Selfossi. Úr því varð ekki því Haraldur Þórarinsson formaður sagði af sér og fylgdi stjórn hans öll fordæmi hans. Fráfarandi stjórn LH hefur nú óskað eftir því að koma eftirfarandi á framfæri í ljósi úrsagnar sinnar á landsþinginu:

 

 

 

„Í ljósi atburðarásar á Landsþingi LH dagana 17. og 18. október 2014 viljum við koma því á framfæri að það var sameiginleg ákvörðun fráfarandi stjórnar að segja af sér þinginu um helgina í framhaldi af afsögn formannsins Haraldar Þórarinssonar. Eins og fram kom í máli Haraldar þá hörmum við þessa atburðarás og í ljósi stöðunnar þá töldum við þetta rétta ákvörðun.   Að beiðni formanna allra félaganna tóku fráfarandi stjórnarmenn að sér að starfa sem starfstjórn fram að framhaldi þingfundar þann 8.nóvember.  Formaður starfsstjórnarinnar er Sigurður Ævarsson.“

 

Í tilkynningu frá starfsstjórninni segir að félagar í henni standi þétt við bak fráfarandi formanns LH, Haralds Þórarinssonar. „Við höfum unnið með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og tekið ákvarðanir út frá því. Ákveðið var að koma hreint fram og heiðarlega fyrir Landsþing og draga til baka viljayfirlýsingu við Gullhyl ehf. um að halda Landsmót hestmanna árið 2016. Með því gerðum við ráð fyrir því að fá málefnalegar umræður um landsmót hestamanna og framtíð þeirra. Svo varð ekki.“

 

Þá telur stjórn LH að hún hafi engin lög eða reglur brotið. „Umræðan sem orðið hefur innan sem utan hreyfingarinnar í kjölfar þessa, er okkur hestamönnum ekki til framdráttar.  Ósannindi og ærumeiðingar hafa átt sér stað í garð fyrrum formanns og stjórnarmanna og er það miður. Við viljum ítreka það að við höfum unnið með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og vonum að svo verði einnig hjá þeim sem taka við. Við óskum hestamönnum velfarnaðar í framtíðinni. Fráfarandi stjórn LH.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is