Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2014 06:01

Komu ferskir úr æfingabúðum á Azoreyjum

Mánudagskvöldið 13. október var spilaður tvímenningur hjá Briddsfélagi Borgarfjarðar í Logalandi, líkt og önnur mánudagskvöld um þetta leyti árs.  Heiðar og Logi voru nýkomnir úr strangri æfinga- og keppnisferð á Azoreyjum og áttu brúnir og sællegir ekki í vandræðum með að knésetja lítt æfða mótherja sína sem setið höfðu heima á köldum klakanum.  Skor þeirra var einkar glæsilegt, 62,7%. Næstir þeim komu Jón og Baldur sem virðast vera að ná tökum á „nýja kerfinu.“  Þriðja sætið kom svo í hlut Lárusar og Sveinbjarnar. Aftur mættu spilaunnendur á sama stað, á sama tíma, viku síðar. Nú voru það Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus sem stóðu uppi sem sigurvegarar, skólastjórarnir fyrrverandi, Flemming og Sveinn, komu fast á hæla þeirra og þriðju urðu Borgnesingarnir Elín Þórisdóttir og Guðmundur Arason. Næsta mánudagskvöld verður síðasta upphitunarkvöld fyrir aðaltvímenninginn alræmda sem hefst 3. nóvember.  Gert er ráð fyrir að hann yfirtaki öll mánudagskvöld í nóvember og hið fyrsta í desember, sem ber upp á 1. des. 

 

-fréttatilkynning/IJ

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is