Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2014 11:01

Sundþjálfari frá Akranesi nær undraverðum árangri í Álaborg

Danir eru mikil íþróttaþjóð sem unnið hafa marga sæta sigra um tíðina, meðal annars stóra titla í handbolta, fótbolta og badminton. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli Dana á íþróttasviðinu seinni árin er mikill uppgangur í sundíþróttinni. Þar er það einkum eitt félag á Jótlandi sem athyglin hefur beinst að, það er sundfélagið í Álaborg. Seinustu árin hefur Álaborgarfélagið skapað sér sess sem öflugasta sundfélagið í landinu. Það hefur á að skipa sundstjörnum sem hafa unnið til fjölda Evróputitla og meta, fyrir utan fjölda Danmerkur- og Norðurlandameta sem slegin hafa verið. Þessi uppgangur er þakkaður nýjum yfirþjálfara sem ráðinn var til félagsins árið 2007. Þetta er Skagamaðurinn Eyleifur Jóhannesson. Árið sem Eyleifur kom til félagsins vann það samanlagt til 29 verðlauna á Jótlands- og Danmerkurmeistaramóti, þar af níu gullverðlauna það árið. Sex árum seinna árið 2013 vann félagið til 229 verðlauna, þar af 98 gullverðlauna. Þessi árangur hefur farið langt fram úr væntingum forsvarsmanna Sundfélags Álaborgar en árið 2007 var stefnan sett á að byggja upp nýtt lið. Eyleifur Jóhannesson segir að seinasta keppnisár hafi verið það besta frá því hann kom til Álaborgar. Það endaði á Evrópumeistaramótinu í Berlín í ágústmánuði sl. þar sem mjög góður árangur náðist. Sundfólkið frá Álaborg vann þá til fjögurra verðlauna þar af þriggja gullverðlauna. Á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Danmörku í desember í fyrra unnust sex verðlaun þar af þrjú gull.

 

Sjá viðtal við Eyleif í Skessuhorni sem kom í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is