Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2014 12:01

Útgáfutónleikar í Akranesvita þar sem upptökur fóru fram

Út er kominn hljómdiskurinn VAR. Á honum er að finna 15 íslensk þjóðlög sem Anna Jónsdóttir sópransöngkona syngur án meðleiks að undanskildum tveimur lögum þar sem Svavar Knútur leikur með henni á harmoníum. Af þessu tilefni heldur Anna tvenna útgáfutónleika, þá fyrri í Ásmundarsafni í Reykjavík laugardaginn 25. október klukkan 17:00 og þá síðari í Akranesvita, sunnudaginn 26. október klukkan 15:00. Platan var tekin upp á tveimur stöðum, í lýsistanki hinnar yfirgefnu síldarverksmiðju í Djúpavík á Ströndum og í Akranesvita. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.800 kr.

Anna segir að hljómburðurinn í Akranesvita sé frábær. Þótt hann sé á ýmsan hátt líkur hljómburði tanksins á Djúpavík, er hann ívið snarpari og hæfir vel léttari hluta laganna. „Það er nýlunda að hljóðrita þjóðlög á þennan hátt, en um leið minnir þessi hljómheimur á fortíðina, tímann sem þjóðlögin eru sprottin úr. Þessi lög hafa lifað lengi með þjóðinni, lifað af náttúrhamfarir, harðindavetur, fátækt og hungur.  Það eitt er í sjálfu sér kraftaverk og sýnir hversu lífseig og harðger menningin okkar er, hvernig fegurðin getur lifað í margar aldir, munn fram af munni fólks, sem átti varla nema lífsandann sem það dró,“ segir í kynningu á disknum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is