Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2014 06:01

Tólf börn með stuðningsforeldri í Norðtungu 3 í Þverárhlíð

Eftir að frétt birtist í Skessuhorni nýlega um að engin skammtímavistun fyrir fatlaða væri starfrækt á Vesturlandi hafði samband við blaðið Steinunn Júlía Steinarsdóttir þroskaþjálfi í Norðtungu 3 í Borgarfirði. Úrræði sem Steinunn Júlía hefur starfrækt frá ársbyrjun 2008 kemst trúlega næst því að vera skammtímavistun þótt samningur um þjónustuna falli ekki undir það, heldur eru Steinunn Júlía og Georg Magnússon stuðningsforeldrar barna víðs vegar af landinu. „Við erum með stuðningsfjölskyldu samning við tólf fjölskyldur og megum hafa hjá okkur fjögur börn í einu. Yfir vetrartímann koma hingað börn og unglingar og dvelja hér um helgar. Krakkarnir koma meðal annars frá Akranesi, Reykjavík, Hafnafirði og víðar. Yfir sumartímann eru hér eldri einstaklingar sem dvelja viku til tvær vikur í senn. Eldri einstaklingarnir sem hafa verið hérna á sumrin koma einnig víða að eins og t.d. frá Akranesi, Mosfellsbæ, Sauðárkróki, Suðurnesjum og Þorlákshöfn. Þetta eru mjög gjarnan sömu einstaklingarnir sem koma aftur og aftur, ár eftir ár og reyndar nokkrir sem koma hér í dvalir vetrartímann. Ýmist um helgar eða í miðri viku allt eftir aðstæðum hvers og eins.“

Afþreying í umhverfinu og dýrunum

Steinunn Júlía segir að foreldrar komi yfirleitt með börnin í Norðtungu á föstudögum eftir skóla. „Við keyrum þau síðan í skólann á mánudagsmorgnum. Reyndar er í nokkrum tilfellum sem foreldrar sækja börnin á sunnudögum en það fer svolítið eftir því hversu marga sólarhringa í mánuði börnin og unglingarnir eru hjá okkur. Nokkrir sem koma með Strætó á föstudagssíðdegi og við sækjum þau á Hvítársíðugatnamótin og skutlum þeim síðan aftur á rútuna á sunnudögum. Nokkrir einstaklingar hafa verið hér í lengri vistun, sótt skóla niður á Varmaland og einnig í Menntaskólann í Borgarnesi,“ segir Steinunn. Hún segir hversu marga sólahringa einstaklingarnir fái í stuðning sé alfarið í höndum sveitarfélaganna sem þau koma frá.

„Hér er smá búskapur. Við erum með kindur, naut, hesta, hænur og endur, auk hunda og katta. Einnig höfum við verið með svín yfir sumartímann. Markmiðið er að einstaklingarnir taki þátt í umhirðu dýranna eftir því sem geta þeirra leyfir. Við erum með nokkra hesta og farið er á hestbak eins og hægt er. Við reynum að nýta allt sem umhverfið býður upp á. Til svona reksturs þarf leyfi frá viðkomandi yfirvöldum og gerðir eru samningar um hvern einstakling sem er í stuðningskerfinu. Eldri einstaklingarnir sem koma í sumardvalir og yfir vetrartímann koma á eigin vegum,“ segir Steinunn Júlía. Þess má geta að nokkrir stuðningsforeldrar eru starfandi á Vesturlandi, þar á meðal á Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit. Þeir eru þó með mun færri börn í vistun en Steinunn Júlía í Norðtungu 3.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is