Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2014 08:01

Stjórnkerfisbreytingar samþykktar í bæjarráði Akraness

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku voru samþykktar allnokkrar stjórnskipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað en bæjarstjórn á síðan eftir að leggja blessun sína yfir þær. Þessar breytingar lúta að ýmsum málaflokkum innan bæjarkerfisins og ekki var eining um þær allar innan bæjarráðsins. Í fyrsta lagi var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfisráðs með sameiningu framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar. Ennfremur var samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþróttamálum á skóla- og frístundasvið. Ingibjörg Valdimarsdóttir fulltrúi S-lista, sem er í minnihluta, lagði fram bókun við tillögunni. Þar kemur meðal annars fram að hún telji óeðlilegt að eftirlit og ákvörðun með framkvæmdum á vegum bæjarins sé á sömu hendi og skipulag sem þær sömu framkvæmdir heyri undir.

 

 

 

Einnig var samþykkt að leggja niður fjölskylduráð og stofna skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð. Ennfremur að staða sviðsstjóra fjölskylduráðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs. Þá var samþykkt einróma tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármálasviðs og felst í að leggja niður starf þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðsstjóra var falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015. Þá var einnig samþykkt tillaga um stofnun menningar- og safnanefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar. Ennfremur að fram fari skoðun á menningar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga. Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram bókun þar sem hún vill tryggja að allir flokkar í bæjarstjórn eigi fulltrúa í menningar- og safnanefnd en svo er ekki miðað við það fyrirkomulag sem lagt er til með breytingunni. Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði einnig fram bókun. Þar kemur fram að hún telji ekki nægjanlega reynslu komna á núverandi fyrirkomulag innan stjórnkerfisins til að ástæða sé til þeirra breytinga sem lagðar eru til, en Ingibjörg lagðist þó ekki gegn tillögunni. Tillaga að nýju skipuriti fyrir Akraneskaupstað var samþykkt einróma á fundi bæjarráðs en það bíður nú endanlegs samþykkis bæjarstjórnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is