Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2014 09:01

Bændur á Skerðingsstöðum að hefja byggingu lausagöngufjóss

Það stendur mikið til hjá bændum á Skerðingsstöðum í Hvammssveit í Dölum um þessar mundir. Nýlega hófust framkvæmdir við byggingu lausagöngufjóss á bænum sem byggt verður í vetur og áformað að taka í notkun næsta sumar. Þá er framundan hrútasýning á Skerðingsstöðum um næstu helgi sem haldin verður í tengslum við hausthátíð sauðfjárbænda í Dölum. Langt er komið með að grafa fyrir haughúsinu og þeir bændur á Skerðingsstöðum; Jón Egill Jóhannsson og Bjargey Sigurðardóttir, stefna á að byggingarvinnan hefjist á næstunni. „Þetta hefur lent svolítið ofan í smalamennskum og öðrum haustverkum,“ sagði Jón Egill í samtali við Skessuhorns. Það verður byggingaflokkur í Dölunum með Ármann Sigurðsson byggingameistara í broddi fylkingar sem mun vinna að byggingu fjóssins á Skerðingsstöðum. Það verður rúmlega 500 fermetrar að grunnfleti með legubásum fyrir allt að 35 mjólkandi kýr auk stía fyrir geldneyti, mjólkurhús og annarri þeirri aðstöðu sem tilheyrir mjólkurframleiðslu í dag.

Jón Egill segir að aðeins sé pláss fyrir15 mjólkandi kýr í gamla fjósinu á Skerðingsstöðum og nú sé ætlunin að fjölga enda ágætt útlit í mjólkurframleiðslunni. Á Skerðingsstöðum er blandað bú, auk kúnna um 300 kindur. Jón segir að þrátt fyrir að kúnum verði fjölgað sé ekki ætlunin að fækka kindunum, allavega ekki svona í fyrstu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is