Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. október. 2014 09:56

Grein frá áhugahópi um velferð unglinga á Snæfellsnesi

Aðsent:

"Með stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði varð breyting í samfélaginu okkar hér á Nesinu sem hefur áhrif á okkur öll. Fyrir utan það að fá unglingana okkar „heim,“ sem þýðir m.a. minni kostnaður fyrir heimilin, þá erum við fyrst og fremst að fá „heim“ meiri og sterkari unglingamenningu inn í samfélagið okkar. Við í áhugahópi um velferð ungs fólks á Snæfellsnesi viljum bregðast við á ábyrgan hátt. Okkar markmið er að vakta, fræða og halda utan um líf og störf ungmenna á aldrinum 13- 23 ára og eru búsett á Snæfellsnesi. Þetta er einskonar almannaheillahópur þar sem saman vinna fulltrúar félagsþjónustu, lögregla, kirkjan og heilsugæslan auk forvarnafulltrúa, starfsmanna félagsmiðstöðva, fulltrúa bæjaryfirvalda, ásamt fulltrúum frá skólakerfinu.

 

 

Við höfum nú þegar haldið nokkra fundi og finnum mjög sterkt fyrir því að það sé gott að tala saman og bera saman bækur okkar.  Við ræðum það sem brennur á okkur varðandi það sem er að gerast í heimi barna og unglinga á Snæfellsnesi og tengist okkar vinnu. Við skiptumst á upplýsingum um það sem betur mætti fara og langar að koma á enn meiri samvinnu okkar á milli og framkvæma sameiginlega fræðslu og fyrirlestra fyrir foreldra, börn og unglinga þannig að allir græða. Við höfum m.a. rætt mögulegan samstarfsvettvang fyrir hópinn á eftirfarandi sviðum:

 

•          Sameiginlegir fyrirlestrar

•          Starfskynningar og meiri tenging við fyrirtæki á svæðinu – sérstaklega þau sem ráða ungt fólk í vinnu.

•          Kortleggja Snæfellsnesið – hvað eru unglingarnir okkar að gera og hvað geta þau gert meira?

•          Sameiginleg forvarnarstefna fyrir allt Snæfellsnes, jafnvel sameiginlegt fræðslusetur þar sem unglingar og foreldar geta leitað til fagaðila.

•          Mannauður á Snæfellsnesi, hver er hann? Hvernig getum við virkjað hann hann betur í þágu unglinga og ungs fólks.

•          Auka þarf hreyfanleika ungs fólks um Nesið þannig að þau geti umgengist hvort annað eftir skólatíma og um helgar.

•          Opna FSN enn frekar fyrir ungt fólk. FSN er í miðjunni.

•          Bæjarhátíðir –eru einhverjar sérstakar reglur? Gætum við gert okkur sýnileg þar t.d. í samvinnu við lögreglu?

•          Ungmennaráðin – eru þau virk? Getum við hjálpað til að þau vinni meira saman?

 

Til þess að framkvæma þetta allt þarf aðkomu bæjaryfirvalda í öllum sveitafélögunum á Snæfellsnesi og okkur langar að huga vel að þeirri aðkomu sem væri jafnvel í formi styrkja, hagnýtra upplýsinga og góðu aðgengi að þeim sem stjórna hverju sinni. 

Til þess að þetta gangi upp þurfa allir að vinna saman og raddir unglinga/ungs fólks og foreldra/aðstandenda þeirra þurfa að fá að heyrast. Hugmynd er um að stofna opinn fésbókarhóp þar sem allir gætu séð hvað er að gerast hverju sinni og fylgjast þannig betur með því sem unglingar og ungt fólk er að gera áamt því að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara eða gera.

Við í velferðarhópnum teljum það vera eitt af lykilatriðunum að samvinna allra sem koma að því að vinna með unglinga sé best til þess fallin að ná árangri. Okkur sem vinnum með ungu fólki og komum að þeim með einhverjum hætti langar að virkja samfélagið allt með okkur til þess að unga fólkið okkar komi út úr þessum áfanga lífs síns ábyrgt, heilbrigt og glaðir einstaklingar. Breyttar aðstæður í samfélaginu okkar sem heitir Snæfellsnes með grunnskólana okkar, fjölbrautaskólann, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, skátana, björgunarsveitir og svo mætti lengi telja, þetta kallar á breyttar áherslur gagnvart unga fólkinu okkar og ekki má gleyma unga fólkinu sem telst vera brottfallsnemendur - hvert fara þau? Hvað getum við gert fyrir þau þannig að þau verði virkir samfélagsþegnar sem við getum verið stolt af.

Samábyrgð okkar í samfélaginu er mikil og ef hlutirnir eru ekki í lagi þá eigum við að hafa verkfærin klár til að laga það sem laga þarf.  Velferðarhópur í samvinnu við bæjaryfirvöld, foreldrana, unga fólkið og alla hina sem vilja láta sig málið varða verða því öll að vera á tánum um að láta vita! Látum fagaðila vita ef við sjáum eitthvað sem við viljum ekki að viðgangist í samfélagi okkar. Við höfum fagfólkið til að taka þau mál lengra – við eigum ekki að þagga niður hluti sem hægt er að kom í veg fyrir. Vinnum saman t.d. gegn ofbeldi, útbreiðslu eiturlyfja og almennri vanlíðan unga fólksins okkar ásamt því að efla það sem vel er gert.  Velferðahópurinn er ein leið og okkar von er sú að við fáum brautargengi til þess að vinna á þennan hátt í samfélaginu okkar. Vinnum saman að því að gera gott samfélag unga fólksins okkar enn betra.

Allar ábendingar eru vel þegnar og langar okkur að benda ykkur á að snúa ykkur til einhverrar þeirra þjónustustofnanna sem nefndar eru hér að ofan með ábendingar um það sem betur mætti fara í samfélagi okkar eða með hugmyndir um eitthvað skemmtilegt, fræðandi og uppbyggilegt  okkur til handa."

 

Áhugahópur um velferð ungs fólks á Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is