Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2014 12:39

Rætt um sprotaverkefni og mögulegan vaxtarklasa í Borgafirði

Vinnustofa vegna vaxtarklasaverkefnis í Bogarbyggð var haldin í gær á Bifröst. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæðinu. Starfsmenn Háskólans á Bifröst, Jón Bjarni Steinsson og Hallur Jónasson unnu að verkefninu undir leiðsögn sérstakrar verkefnisstjórnar á vegum Hákólans á Bifröst og Borgarbyggðar. Á vinnustofunni var farið yfir niðurstöður vinnu síðustu mánuða á vegum skólans en starfsmennirnir tveir hafa rætt við fjölda fólks í Borgarfirði. Á stofunni voru kynnt nokkur vaxtarverkefni í Borgarbyggð þar sem fram koma mörg spennandi og áhugaverð verkefni eru í deiglunni. Ennfremur var bent á ýmis verkefni sem enginn er að vinna að og vantar að setja í viðeigandi farveg. Flest vaxtarverkefnin eru í ferðaþjónustu en ennfremur eru ýmis verkefni tengd matvælavinnslu og almennri þjónustu.

 

 

 

Mikil umræða varð um verkefnin og ýmsar hugmyndir voru reifaðar. Skýrt kom fram að ónýtt tækifæri eru fjölmörg til uppbyggingar í Borgarbyggð. Mikið var rætt um nauðsyn þess að menn vinni saman og nýti þá stoðþjónustu sem í boði er. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort sérstakur vaxtarklasi verður að veruleika þar sem stofnað verði til formlegs samstarfs í kringum einstök vaxtarverkefni.  

 

 

Nánar verður fjallað um fundinn í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is