Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2014 12:54

Úrslit kunngjörð í Stykkishólmi í samkeppni um myndbönd

Síðastliðinn þriðjudag fylltist Ráðhússloftið hjá Stykkishólmsbæ af áhugasömu og spenntu fólki. Það var þangað komið til að sjá myndböndin níu sem bárust í myndbandasamkeppni verkefnisins um burðarplastpokalausan Stykkishólm og heyra um úrslitin í keppninni. Spennan stigmagnaðist eftir því sem leið á sýningu myndbandanna, enda ljóst að keppnin var mjög jöfn. Höfðu gestir orð á því hvað myndböndin væru vel unnin, áhrifarík og fjölbreytt. Allir þátttakendur fengu viðurkenningar fyrir framlög sín, en Sæferðir gáfu fría Víkingasushi siglingu, Stykkishólmsbær gaf sundkort og Heilsa ehf. gaf margnota Baggu innkaupapoka.

Dómnefnd skipuðu þær Theódóra Matthíasdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Birgitta Stefánsdóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir. Theódóra ákvað hins vegar að sitja hjá vegna tengsla hennar við suma keppendur. Erfitt reyndist að velja á milli myndbandanna og ákvað dómnefndin því að kalla til liðs við sig samtals ellefu aðstoðardómara sem veittu ráðgjöf við val á þremur myndböndum sem hlutu peningaverðlaun.Niðurstaðan var sú að Aron Alexander Þorvarðarson hreppti fyrsta vinninginn, 100.000 króna peningaverðlaun. Sara Rós Hulda Róbertsdóttir varð í öðru sæti og Haukur Páll Kristinsson í því þriðja. Öll myndböndin sem bárust í samkeppnina verða gerð opinber á sérstakri YouTube síðu og verða jafnfram gerð aðgengileg á Facebooksíðu verkefnisins „Burðarplastpokalaus Stykkishólmur“.

 

Sjá myndbandið hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is