Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2014 06:01

Bjartsýni ríkjandi hjá stjórnendum fyrirtækja á Vesturlandi

Nýverið lauk vinnu við skýrslu sem byggir á könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja á Vesturlandi til ýmissa þátta í starfsemi og rekstrarumhverfi þeirra. Skýrslan var unnin af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og byggir á könnun sem lögð var fyrir haustið 2013. Skýrsluhöfundar segja niðurstöðurnar gefa um margt skýra mynd af stöðu fyrirtækja í landshlutanum og framtíðarhorfur þeirra. „Í skýrslunni kemur m.a. fram að allnokkur bjartsýni sé meðal fyrirtækja á Vesturlandi.  Afkoman hefur verið nokkuð góð þegar til lengri tíma er litið og uppbygging virðist vera framundan. Sókn mun mest verða á sviði markaðsmála. Þá búa fyrirtækin við viðunandi samkeppnisstig og almennt má segja að forsvarsmenn fyrirtækja séu skapandi í hugsun og tilbúnir til að feta nýjar brautir,“ segir Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV um niðurstöðuna, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Einari Þorvaldi Eyjólfssyni.

 

 

 

Í skýrslunni má lesa á myndrænan hátt út úr niðurstöðum einstakra spurninga sem lagðar voru fyrir stjórnendur fyrirtækja á Vesturlandi. Niðurstöðum er skipt niður eftir fjórum svæðum Vesturlands, þ.e. Akranesi og Hvalfjarðarsveit, Borgarfirði, Dölum og Snæfellsnesi. Um hvatann að gerð skýrslunnar segir í inngangi: „Viðkvæmt efnahagsástand og óljós skilaboð um stöðu atvinnulífsins samhliða takmörkuðum upplýsingum um fyrirtæki í einstökum landshlutum á Íslandi voru hvatinn að skoðanakönnun þessari. Leitað var eftir upplýsingum um afkomu fyrirtækjanna til lengri og skemmri tíma, stöðu ýmissa rekstrarlegra þátta og viðhorfi forsvarsmanna fyrirtækjanna til ýmissa viðfangsefna og jafnvel pólitískra spurninga er snerta afkomu þeirra. Könnunin ætti einnig að gefa innsýn í ytra og innra rekstrarumhverfi fyrirtækjanna sem og hverjar áherslur forsvarsmanna eru um hvar best sé að sækja fram á næstunni.“

 

Efla þarf markaðsstarf

Niðurstöðurnar benda til þess að fleiri fyrirtæki á Vesturlandi sjái fyrir sér fjölgun starfa frekar en fækkun sem ætti að birtast í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu. Það að 90% fyrirtækja á Vesturlandi sjái fyrir fjölgun eða óbreyttan fjölda starfa gæti verið vísbending um gott starfsöryggi fyrir íbúa. Fyrirtækin sem svöruðu könnuninni telja helstu sóknarfærin á Vesturlandi liggja í markaðsaðgerðum en þrjú af fimm efstu atriðum sem nefnd voru tengjast þeim, þ.e. þörf fyrir að afla nýrra markaðssvæða eða fara í ímyndar- og/eða auglýsingarherferðir. Þá er vöruþróun einnig mjög ofarlega á blaði.

 

Nettengingum ábótavant

Ekki neikvæða þætti í umhverfi fyrirtækja á Vesturlandi segir m.a.. „Fyrirtækin gætu verið betur upplýst um stoðkerfi atvinnulífsins. Framundan eru ýmsar áskoranir sem eru helstar á sviði markaðsmála en að sama skapi eru það tækifæri líka.“ Þá telja flestir stjórnendur það vera galla hversu smá samfélögin eru sem fyrirtæki þeirra starfa í. Það leiði til einhæfni vinnuafls og þjónustu sem og dýrra flutninga. Þá hefur mikilvægi nettenginga aukist mikið og þróunin á Vesturlandi ekki haldið í við kröfurnar svo það helsta sé nefnt.

 

Útilokað er að gera svo viðamikilli skýrslu fullnaðarskil í stuttri frétt. Lesa má skýrsluna í heild sinni með að ýta hér.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is