Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2014 03:55

Þjónusta og bráðatilvik í heilbrigðisþjónustu komi til verkfalls

Verkfall lækna hefst á miðnætti hafi samningar ekki náðst. Veruleg röskun verður á heilbrgðisþjónustu í landinu, komi til verkfallsins, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu. En hvernig snýr þetta að Vesturlandi? Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar hjá Heilbriðgisstofnun Vesturlands hefur nú birt á vef HVE tilkynningu vegna yfirvofandi verkfalls lækna 27. október og 28. október.

 

Verður þjónusta Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem hér segir:

 

 

Akranes:

Heilsugæsla:  Yfirlæknir hefur viðveru á dagtíma og sinnir bráðatilfellum líkt og um á kvöldin og á helgum. Bakvakt heilsugæslulæknis verður með óbreyttum hætti utan dagtíma í gegnum Neyðarlínuna 112.  Endurnýjun fastra lyfja fellur niður.

Sjúkrasvið: Valaðgerðir frestast því að svæfingalæknar eru í verkfalli. Viðtalstímar lyflækna falla niður. Skurðlæknir, bæklunarlæknir og háls, nef og eyrnlæknir eru ekki í verkfalli þessa daga. Bakvaktir fjögurra sérgreina verða eins og áður; lyflæknir, skurðlæknir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og svæfingalæknir. Þeir munu sinna, auk sjúklinga á legudeildum, bráðatilfellum en öll valstarfsemi fellur niður. Einn aðstoðarlæknir/deildarlæknir verður á staðarvakt allan sólarhringinn til að sinna inniliggjandi sjúklingum og taka á móti bráðatilfellum á slysastofu. Nánari upplýsingar í afgreiðslunni í síma 432 1000.

 

Borgarnes:

Fyrri verkfallsdaginn, 27/10, hefur heilsugæslulæknir viðveru á dagvinnutíma og sinnir bráðatilvikum.  Seinni daginn, 28/10, hefur yfirlæknir viðveru á dagtíma en sinnir aðeins bráðatilvikum. Læknir sem starfar í verktöku sinnir störfum eins og venjulega báða verkfallsdagana. Bakvakt er eins og áður utan dagvinnu.  Nánari upplýsingar í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar s.  432 1430.

 

Búðardalur:

Yfirlæknir verður í starfi á dagtíma og sinnir bráðatilfellum, bakvakt verður eins og venjulega.  ánari upplýsingar í afgreiðslu stöðvarinnar s.  43 1450.

 

Ólafsvík, Grundarfjörður og heilsugæslan í Stykkishólmi:

Heilsugæslulæknar þar eru á verkstökusamningum og ganga til starfa sinna eins og venjulega. Sjúkrahússlæknir í Stykkishólmi er ekki í verkfalli ofangreinda daga. Nánari upplýsingar á afgreiðslum stöðvanna:  Ólafsvík s.  432 1360, í Grundarfirði s.  432 1350 og í Stykkishólmi s.  432 1200.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is