Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2014 11:41

Þjóðlagasveitin sendir Sambandi íslenskra sveitarfélaga opið bréf

Þjóðlagasveitin á Akranesi sendi í dag opið bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þess að meta tónlistarkennslu að verðleikum. Bréfið í heild er þannig:

 

„Nú stendur yfir verkfall hjá um 500 tónlistarkennurum sem bitnar á kennslu margra tónlistarnemenda víðsvegar um landið, þar með talið nítján stelpna á Akranesi. Þessar stelpur hafa stundað nám við Tónlistarskólann á Akranesi frá blautu barnsbeini, flestar frá 7 ára aldri. Þjóðlagasveitin hefur verið áberandi (viljum við meina) í tónlistarflórunni á Akranesi undanfarin ár og vonandi um ókomna áratugi ef þið leyfið.

 

 

Frá 2001 hafa verið settar upp 9 sýningar og nokkur samstarfsverkefni með öðrum tónlistarmönnum og hópum. Sveitin hefur spilað opinberlega á óteljandi uppákomum víðsvegar um landið, ferðast erlendis og sett upp sýningar þar ásamt því að hafa gefið út tvo geisladiska. Að baki hverrar sýningar liggur gífurleg vinna eins og eflaust margir gera sér grein fyrir og ótal klukkustundir í æfingum. En æfingar eru ekki nóg til að sýningar líkt og okkar fæðist. Til þess þarf góðan kennara sem gefur sér þann tíma sem til þarf til að koma á slíkri sýningu. Hann þarf að hafa metnað og drifkraft til að halda úti batterýi sem þessu ásamt óbilandi áhuga og hæfni í tónlist og kennslu.

 

Tónlistarkennarar hafa margir hverjir verið í námi við sína sérgrein frá 6 til 7 ára aldri, það er lengri tími en nokkur önnur stétt stundar við nám í sinni sérgrein eða í allt að 18 ár eða meira!

 

Þjóðlagasveitin hefur nánast haldist í sama horfi frá upphafi. Hún hefur þróast í eins konar fjölskyldu sem hefur tekið þátt í uppeldi okkar allra en við höfum flestar stundað nám hjá sama kennaranum frá fyrsta skóladegi. Í dag er stór hluti okkar fluttur að heiman og jafnvel kominn með börn, en finnst samt sem áður ómissandi þáttur að vera partur af þessari sveit. Meðlimir og kennari hafa lagt mikinn tíma og keyrslu í hverja æfingu. Sumir hafa jafn vel látið sig hafa það að keyra frá Reykjanesbæ í hverri viku til að mæta á æfingar. Þetta er alls ekki sjálfsagt mál! Við erum börnin sem neitum að fara að heiman og af gefnu tilefni! Við lifum við þann lúxus að vinna með manni sem býr til töfra og lætur áhorfendur upplifa allan tilfinningaskalann á innan við 90 mínútum. Þetta er bara eitt dæmi um það óeigingjarna og tímafreka starf sem tónlistarkennarar starfa við og það eru eflaust hundruðir, jafnvel þúsundir íslendinga sem geta sagt væmnar sögur af sínum kennurum og geta ekki hugsað sér lífið án tónlistarmenntunnar.

 

Sveitin hefur hlotið mikið lof fyrir okkar tónlistarfluttning. Það sama má segja um allt það frábæra tónlistarfólk sem við höfum hérna á Íslandi sem eiga svipaðan bakgrunn og við! En hvers vegna er það svo að þið, kæru yfirvöld eruð tilbúin að hlusta á, njóta og hrósa loka afurðinni en ekki viðurkenna þá raunverulegu vinnu sem er á bakvið hvern nemanda sem tekur upp hljóðfæri.

Metum tónlistarmenntun að verðleikum.“

 

Fyrir hönd stelpnanna í Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi,

 

Ása Katrín Bjarnadóttir

Helena Másdóttir

Unnur Þorsteinsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is