Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2014 06:01

Tónleikarnir Ungir - Gamlir felldir niður

Hinir árlegu tónleikar Ungir - Gamlir verða ekki sýndir á menningarhátíðinni Vökudögum í ár eins og fyrirhugað hafði verið. Fleiri tónleikum hefur einnig verið aflýst. Er þetta vegna verkfalls tónlistarkennara. Tónleikarnir  Ungir – Gamlir eru sameiginlegt tónlistarverkefni beggja grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi og áttu að fara fram fimmtudaginn 30. október. Tónlistarverkefnið er stærsti viðburður í tónlistarlífi unglinga á Akranesi og hefur verið árviss viðburður í dagskrá Vökudaga allt frá árinu 2007. Vonbrigði nemenda eru því mikil eins og gefur að skilja.

 

 

 

Ungir - Gamlir hafa notið mikilla vinsælda hjá bæjarbúum á Akranesi og hefur verið húsfyllir á tvennum tónleikum undanfarin ár, þeim fyrri sem haldnir eru fyrir nemendur og þeim síðari sem eru fyrir aðra gesti. Jafnan hefur verið fengið þekkt söng- og tónlistarfólk til að spila og syngja með krökkunum en gestirnir leiðbeina einnig börnunum á æfingum vikuna fyrir tónleikana. Margir góðir gestir hafa komið fram á tónleikunum og í ár stóð til að söngvararnir Friðrik Dór og Eyþór Ingi myndu syngja með krökkunum. Að sögn Lárusar Sighvatssonar skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi gæti verið að tónleikarnir verði settir aftur á dagskrá næsta vor. „Það er samt óákveðið. Við vorum með gestatónlistarmenn sem eru bókaðir langt fram í tímann, sérstaklega á þessum árstíma og því er ekki hægt að hafa tónleikana á þessu ári fyrst svona fór.“ Þá segir Lárus að öðrum viðburðum sem hafi verið á dagskrá á Vökudögum á vegum tónlistarskólans hafi verið aflýst. Þar má nefna súputónleika sem áttu að vera í anddyri tónlistarskólans í hádeginu á föstudag og opið hús sama dag. „Í raun allt sem átti að vera á vegum tónlistarskólans hefur verið fellt niður. Ekki er enn komið í ljós hvort tónleikum Vallarsels og Þjóðlagasveitarinnar verði frestað en þeir eru í uppnámi. Það eru bara þeir viðburðir sem eru bókaðir hér í salnum sem eru enn á dagskrá, svo sem kaffihúsatónleikar Rósu Guðrúnar 2. nóvember og tónleikar Kórs Akraneskirkju 4. nóvember.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is