Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2014 03:45

Metaðsókn í nýtt meistaranám á Bifröst

Nýtt meistaranám við Háskólann á Bifröst í forystu og stjórnun hefur fengið mjög góðar viðtökur. Metskráning var í námslínuna í haust en aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur hafið nám á einstakri námsbraut á meistarastigi við skólann. „Við fórum af stað með þessa línu í haust. Ég hef verið að leiðbeina á námskeiðum í stjórnun og leiðtogahæfni undanfarin ár, hef unnið með allskyns fyrirtækjum og stofnunum og fundið fyrir áhuga á slíku námi. Við höfðum líka fundið fyrir auknum áhuga meðal bs nema á Bifröst á forystu-náminu. Þess vegna var farið af stað með þetta,“ segir Sigurður Ragnarsson sviðsstjóri viðskiptasviðs á Bifröst. Hann segist vera bjartsýnn að eðlisfari en aðsóknin hafi farið fram úr björtustu vonum. „Ég bjóst við um 30 nemendum en alls hófu 85 nemendur nám á þessari línu í byrjun skólaárs og mun fleiri sem sóttu um.“ Hann bætir því við að metaðsókn hafi verið í skólann í ár og að þetta hafi verið ein af þeim ástæðum. Einhverjir umsækjanda í meistaranámið voru nemendur við skólann áður en Sigurður segir langflesta hafa komið annars staðar frá. „Þetta er fólk alls staðar að úr atvinnulífinu. Fólk frá framleiðslufyrirtækjum, úr heilbrigðis- verslunar- og lögfræðigeiranum og svo framvegis. Það var mjög fjölbreyttur hópur fólks sem mætti á fyrstu vinnuhelgina sem haldin var um daginn en þar var 90% mæting. Það er mikil ánægja innan hópsins með námið og fólk sér meðal annars tækifærin í því að mynda tengsl við aðra í atvinnulífinu í gegnum námið,“ útskýrir Sigurður. „Fólkið kemur úr öllum áttum og er á öllum aldri. Hér er mikið af reynslumiklu fólki og hægt að mynda góð tengsl,“ bætir hann við.

 

 

 

 

Hvergi þessi sérhæfing

 

Líkt og annað meistaranám við skólann er námið í forystu og stjórnun fjarnám. Sigurður segir að það megi þó segja að það sé að hluta til staðarnám og vísar þá í vinnuhelgar, sem haldnar eru nokkrum sinnum yfir veturinn. „Þó er mikill sveigjanleiki með þetta fyrirkomulag og vel hægt að stunda námið með vinnu. Eins er hægt að taka námið á hálfum hraða, bara nokkra kúrsa í senn eða hvernig sem fólki hentar best. Námið er aðlagað atvinnulífinu að þessu leyti. Þetta er sama fyrirkomulag og notað er í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum. Við höfum notað þetta fyrirkomulag í mörg ár og við höfum góða reynslu af því.“ Hann segir námið komið til að vera, enda fari það vel saman við stefnu og gildi skólans. „Skólinn gefur sig út fyrir að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og styður þetta nám algerlega við stefnuna skólans og það sem hann stendur fyrir. Skólinn hefur sérstöðu hvað þetta nám varðar, hvergi annars staðar á landinu er boðið upp á meistaranám þar sem aðaláherslan er á forystu. Auðvitað er boðið upp á nám í viðskiptafræði sem kemur inn á þessi fræði en það er hvergi þessi sérhæfing,“ útskýrir Sigurður. Mikill áhugi virðist vera á stjórnun og leiðtogahæfni um þessar mundir en Sigurður bendir á að næstkomandi föstudag verði haldin ráðstefna um þjónandi forystu á vegum Háskólans á Bifröst og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Ráðstefna verður haldin á Bifröst og markar upphaf formlegs samstarfs við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. „Aðalfyrirlesari er Gary Kent, þjónustustjóri hjá Schneider Corporation í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur nýtt þjónandi forystu í áratugi. Auk hans munu ýmsir einstaklingar úr atvinnulífinu segja frá reynslu sinni af þjónandi forystu, m.a. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjórinn í Reykjavík og Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst. Einnig verður sagt frá ýmsum rannsóknum um þjónandi forystu hér á landi. Alls hafa um 200 manns skráð sig og við þurfum bráðum að loka fyrir skráninguna, það fer að verða fullt.“ Að lokum bendir Sigurður á að Háskólinn á Bifröst taki inn nemendur á miðjum vetri. „Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að skrá sig í nám núna og hefja nám um áramótin.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is